Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 33

Alþjóðleg sýning HRFÍ 7.-8. september Alþjóðleg hundasýning HRFÍ var haldin helgina 7.-8. september og voru tæplega 700 hundar af 80 hundategundum skráðir til leiks. 22 ungmenni tóku þátt í keppni ungra sýnenda sem fór fram 6. september. Dómarar að þessu sinni voru Paolo Dondina frá Ítalíu, Jo Schepers frá Hollandi, Saija Juutilainen frá Finnlandi, Yolanda Berdugo frá Ísrael, Jussi Liimatainen frá Finnlandi og Laurent Heinesche frá Lúxemborg. Besti hundur sýningar 2. sæti ISCh RW-13 Tíbráar Tinda Pink Lotus Tíbet spaniel Eigandi/ræktandi: Auður Valgeirsdóttir Besti hundur sýningar 1. sæti ISCh Svartwalds For Those About to Rock, Dvergschnauzer, svartur Eigendur: María Björg Tamimi & Lára Bjarney Kristinsdóttir Ræktandi: María Björg Tamimi Besti hundur sýningar 3. sæti Leynigarðs Lexía Labrador retriever Eigendur/ræktendur: Guðlaug Gísladóttir & Sigrún R. Guðlaugardóttir Höfundur: Auður Sif Sigurgeirsdóttir Ljósmyndir: Ágúst Ágústsson Unga fólkið hæfileikaríkt Paolo Dondina frá Ítalíu var mjög ánægður með sýninguna, stærð hringjanna, starfsfólkið og sýningarsvæðið sjálft. Einnig minntist hann á íþróttamannslega framkomu sýnenda. ,,Mér fannst frábært að sjá marga áhugasama sýnendur af ungu kynslóðinni sem sýndu alla hunda svo vel. Í mörgum löndum er þetta vandamál, unga fólkið er í minnihluta og framtíðin í hundasportinu þar af leiðandi ekki svo björt. Þið eruð svo sannarlega heppin með unga fólkið ykkar.” Hann tjáði sig lítið um þær tegundir sem hann dæmdi Besti hundur sýningar 4. sæti RW-13 Paradise Passion Hot Diva Silky terrier Eigandi: Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir Ræktandi: Elísabet Kristjánsdóttir og sagðist stundum hafa þurft að vera nokkuð strangur í dómum til að skera úr um góðu hundana og bestu hundana. ,,Þegar ég dæmi vil ég að hundarnir séu eins nálægt tegundarlýsingunni og mögulegt er.” Hann sagði greinilegt að fólk vandaði sig þegar kæmi að innflutningi og sagðist hafa séð nöfn innfluttra hunda af mjög góðum línum í sýningarskránni eftir sýninguna. Stemningin frábær Óhætt er að segja að Paolo sé einn af reyndustu dómurum heims en hann hefur dæmt úrslit um besta hund sýningar á stærstu hundasýningum heims. Sem dæmi má nefna Crufts í Bretlandi, Westminster í Bandaríkjunum og Eukanupa Dog Challenge. Það kom í hans hlut að dæma Sámur 2. tbl. 38. árg. september 2014 · 33