Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 31

Alþjóðleg sýning með mikilli ró og sýnendur og starfsmenn létu þetta ekki á sig fá. Það var líka gaman að sjá hvað hundarnir nutu þess að vera úti, að minnsta kosti þeir hundar sem ég sá.“ Viktoría dæmdi labrador retriever og amerískan cocker spaniel. Hún sagðist hafa verið mjög hrifin af ungu labrador retrieverhundunum og greinilegt að framtíðin væri björt í tegundinni. „Ég var mjög hrifin af besta hundi tegundar í amerískum cocker spaniel og einnig unghundinum sem varð bestur af gagnstæðu kyni. Þau voru bæði með frábærar hreyfingar og góðan feld. Ég hefði samt viljað sjá fleiri ameríska cocker spaniel-hunda sýnda. Fyrir nokkrum árum var tegundin mjög fjölmenn á sýningum en í dag virðist fjöldinn hafa minnkað verulega.“ Viktoría var ánægð með úrslit sýningarinnar og sagði hundana sem kepptu virkilega fallega. „Mér fannst mjög gaman að sjá enska cocker spaniel-hundinn sigra tegundahóp 8.“ Aðspurð um ráð til íslensks hundaáhugafólks sagðist hún ekki hafa mörg önnur en að halda áfram að rækta hunda af heilindum og hafa jákvæðnina í fyrirrúmi. Besti afkvæmahópur sýningar Schäfer RW-13 C.I.B. ISCh Welincha’s Yasko & afkvæmi Siberian husky á heimsmælikvarða Sóley Halla Möller er einnig nýútskrifuð sem dómari. Hún sagðist vera mjög ánægð með sýningarnar sem voru mjög vel skipulagðar. „Við getum svo sannarlega verið stolt af sýningunum okkar.“ Sóley Halla dæmdi siberian husky sem var ein af fjölmennustu tegundum sýninganna. „Á Íslandi er tegundin á heimsmælikvarða og greinilegt er að ræktendur eru að reyna að vanda sig eins vel og þeir geta. Tíkin sem varð besti hundur tegundar er með þeim fallegri sem ég hef séð í Evrópu.“ Hún sagði bæði tíkina og rakkann, sem varð besti rakki tegundar, sérlega fallega hunda og verðuga fulltrúa tegundarinnar. Að lokum vildi Sóley ráðleggja Íslendingum að hugsa vel og vandlega um alla þætti áður en ákvörðun um innflutning væri tekin. Besti ræktunarhópur sýningar Tíbet spaniel T