Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 29

Alþjóðleg sýning retriever og kvaðst mjög sáttur með gæði tegundanna í heild. Besti hundur tegundar í labrador retriever stóð upp úr að hans mati á sunnudeginum. „Ég dæmdi tegundahóp 8 og fannst mér allir hundarnir virkilega góðir. Einnig dæmdi ég úrslit um besta ungviði sýningar og þar fann ég marga mjög lofandi hvolpa.“ Aðspurður um ráð okkur til handa sagði hann okkur vera á réttri leið en einstaka hundar þyrftu þó meiri þjálfun í hringnum sem væri þó ekki einungis bundið við Ísland. Yngsti dómari Íslands Hin íslenska Sóley Ragna Ragnarsdóttir er aðeins 18 ára gömul og er yngsti íslenski dómarinn og einn af yngstu dómurum heims. Henni fannst frábært að sýningarnar væru haldnar utan dyra. „Andrúmsloftið var fyrir vikið léttara og enginn virtist láta rigninguna á sig fá. Mér fannst samheldni og einhugur einkenna sýninguna og augljóst var að allir tóku þátt í að leysa þau mál sem komu upp.“ Þetta var frumraun Sóleyjar í dómarastarfinu, enda nýbúin að fá dómararéttindi, og þótti henni vænt um að fyrsta skiptið væri á Íslandi. „Mig langar að þakka sýnendum fyrir jákvætt viðmót og hlýjar móttökur.“ Mikilvæg tegundareinkenni Sóley Ragna dæmdi fjölmarga chihuahua-hunda, bæði síð- og snögghærða. „Ég var almennt mjög ánægð með þá síðhærðu. Á þessum árstíma skarta þó síðhærðir hundar yfirleitt ekki sínu fegursta en feldgæðin voru eigi að síður mjög góð.“ Besti hundur tegundar var tík úr meistaraflokki sem bjó yfir mikilvægum tegundareinkennum, var í góðu líkamlegu formi og andlegu jafnvægi. Hún sagði unga rakkann, sem varð besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni, mjög efnilegan og ætti án efa framtíðina fyrir sér. Snögghærðu chihuahua-hundarnir voru margir hverjir mjög fallegir að mati Sóleyjar Rögnu en því miður skorti suma þeirra sjálfstraustið sem á að einkenna þessa litlu hunda. „Besti hundur tegundar var glæsilegur rakki með allt sem prýða á góðan chihuahua. Hann var með virkilega fallegt höfuð, frábærar hreyfingar og mikla útgeislun.“ Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni var falleg tík í góðu jafnvægi, að sögn Sóleyjar. „Þessum smáu knáu hundum fannst þeim greinilega ekki samboðið að ganga í blautu grasinu svo að ég mæli með því að eigendur æfi hundana sína undir berum himni fyrir næstu útisýningu, hvernig sem viðrar.“ Góð skráning pug-hunda Sóley Ragna dæmdi 27 pug-hunda og kom fjöldinn henni skemmtilega á óvart þar sem algengt var að aðeins einn til tveir væru skráðir fyrir ekki svo löngu síðan. Nokkrir efnilegir hvolpar voru skráðir til leiks og var þar svört tík sem stóð upp úr og var valin besti hvolpur tegundar. „Hún var með dæmigert höfuð, frábæran feldlit og mjög góðar hreyfingar.“ Tík úr opnum flokki varð besti hundur tegundar en að mati Sóleyjar Rögnu var hún mjög heilsteypt í útliti og með fallegt höfuð. Hreyfingar hennar voru virkilega góðar og nýtti hún hvert skref til fullnustu, eða eins og sagt er á ensku „covered a lot of ground“. „Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni var kröftugur rakki með ákaflega Tegundahópur 3: 1. sæti FICh Narcissus Majesty Of Rock Yorkshire terrier Eigandi: Kristine Erla Olson Ræktandi: Petra Puurula Tegundahópur 4/6: 1. sæti ISShCh Luna Caprese Immagine Allo Speccio Dachshund, miniature, síðhærður Eigandi: Hallveig Karlsdóttir Ræktandi: Lamarca Francesco Tegundahópur 5: 1. sæti ISCh Múla Hríma Siberian husky Eigendur: Olga Rannveig Bragadóttir & Haraldur K. Hilmarsson Ræktandi: Steindór V. Sigurjónsson Tegundahópur 8: 1. sæti ISShCh Freyvangs Dimma Labrador retriever Eigandi/ræktandi: Helgi Bjarni Óskarsson Tegundahópur 9: 1. sæti Gin Gin von Savaredo Shih tzu Eigandi: Súsanna Antonsdóttir Ræktandi: Günther Hamacher