Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 18

hann hræðist í framtíðinni, verið gangstétt eða umferðarljós en ekki endilega bíll. Þessar tengingar eru einfaldar og oft erfiðar fyrir mannfólkið að skilja því það hefur mun flóknari tengingar sem byggjast á rökhugsun. Hundar hafa mun einfaldara hugsanaform og tengja myndir, hljóð eða lykt við tilfinningaviðbrögð. Leikkonan Claire Danes lék Temple Grandin í kvikmynd sem gerð var um hana. á hverjum degi, fara með hann út, láta hann vera reglulega innan um góða hunda og fólk og vinna í hlutum sem þurfa að vera í lagi hvað þjálfun varðar. Þeir hundar, sem fá að vera frjálsari, fá að vera í hóp og eru agaðir af eldri hundum, eru oft ánægðari og minna er um vandamál hjá þeim. Temple segir margt hafa breyst frá því hún var yngri og þá sérstaklega varðandi heimilishunda. Hundar þrífist ekki inni á heimilum fólks nema með mikilli vinnu enda séu þeir ekki jafn frjálsir í dag og þeir voru þegar hún var ung. Aftur á móti finnst Temple slæmt barnanna vegna ef ekkert gæludýr er á heimilinu þar sem henni finnst að börn og dýr eigi að alast upp saman. Áhrifin sem dýrin hafa á börn eru stórkostleg að hennar mati og sérstaklega ef börn eru alin upp við það að bera virðingu fyrir dýrum og þeim kennt að sjá hlutina með þeirra augum. Temple trúir því að dýr sjái það sem er raunverulega í gangi á meðan fólk sjái oft það sem það býst að sjá eða hefur einhverja hugmynd um að það muni sjá en það truflar það sem raunverulega er að gerast hverju sinni. Með því að athuga umhverfið vel má sjá svo mörg smáatriði sem geta haft áhrif á hegðun dýranna. Sjálf upplifði hún þetta mjög vel þegar hún vann með nautgripi. Stundum þurfti ekki annað til en smá spegilmynd eða skugga, keðju hangandi meðfram vegg eða endurkast frá polli til þess að dýrin yrðu hrædd og vildu ekki fara þá leið sem þau áttu að fara. Smáatriði sem menn sáu ekki en skiptu miklu máli fyrir dýrin svo að þau færu ótta- og streitulaus gegnum ferlið. Tilfinningar og hegðun dýra Temple Grandin hefur mikinn áhuga á tilfinningum dýra og að hennar mati hafa dýr svipað uppbyggt tilfinningakerfi í grunninn og menn en mannfólkið hefur þó mun flóknara kerfi en til dæmis hundar. Einnig tengja þau ekki á sama hátt og má þar nefna að faðmlag vekur allt aðrar tilfinningar hjá manneskju en hundi. Fyrir hund getur faðmlag vakið upp neikvæð viðbrögð meðan faðmlag táknar ást og væntumþykju hjá mannfólkinu. Að mati Temple skynja dýr í gegnum sjón, lykt, snertingu og heyrn en ekki í gegnum tungumál. Þau skynja og skapa myndir sem fara inn í minni þeirra, oft gegnum óttaminnið, upplifi þau neikvæða reynslu. Temple talar um að dýr, eins og hundar, skapi gjarnan með sér skrítnar tengingar. Sem dæmi má nefna að ef hundur verður fyrir bíl getur myndin í hans huga, þegar hann lendir í slysinu og það sem 18 · Sámur 2. tbl. 38. árg. september 2014 Einnig talar Temple um að sjónarmið fólks geta verið mismunandi þegar kemur að vandamálum með hunda. Hundur sem sagður er brjálaður getur verið með leikstæla í augum einnar manneskju en alvarlega hættulega hegðun í augum annarrar. Þar af leiðandi er mikilvægt að meta bæði eiganda og dýr þegar vinna á með hegðunarvanda. Fyrsta reynsla Temple ítrekar að fyrsta reynsla skiptir miklu máli fyrir dýr og sérstaklega hunda þar sem þeir lifa gjarnan í okkar samfélagi. Fyrsta heimsókn til dýralæknis, fyrstu kynni við aðstæður, hunda, dýr og fólk skipta mjög miklu máli og eitt tilfelli, sem hefur í för með sér slæma reynslu, getur vakið upp hræðslu í minni dýrsins sem tengir þá eitthvað slæmt við ákveðna mynd, hljóð eða lykt. Oftar en ekki er hægt að vinna hræðsluna niður en mikilvægt er fyrir hundaeigendur að reyna að skapa jákvæða reynslu vegna þess að eitt skipti getur komið af stað ótta sem tengist þá ákveðinni mynd í huga hundsins. Ótti er hluti af sjálfsbjargareðlinu og kemur auðveldlega fram ef maður fer ekki varlega. Allt nýtt er annað hvort ógnvekjandi fyrir hund eða forvitnilegt. Ef þú leyfir hundinum að nálgast hlut á sínum forsendum í stað þess að neyða hann til þess skaparðu mun betri og jákvæðari tengingu. Þetta á til dæmis við um börn og hunda. Hundar eiga að fá að kynnast börnum smám saman og börn eiga að læra að vera blíð við