Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 17

verið bólusettir gegn borreliosis. Enginn hundur mældist jákvæður en fimm hundar voru svokallaðir „borderline“, það er mótefnin mældust hærri en hjá þeim sem mældust neikvæðir en þó ekki nógu há til að þeir teldust jákvæðir. Niðurstaðan var því sú að líkurnar á smiti af völdum borreliu­ akteríunnar væru litlar. b Temple Grandin Frumlegur aðgerðasinni með hag dýra fyrir brjósti Er mögulega hægt að fyrirbyggja bit? Já, til dæmis eru til hálsbönd (flóahálsbönd) sem innihalda efni sem fæla mítlana frá og eins eru svokölluð spot­ n­yf notuð, til o l dæmis stronghold®, front­ line® og fleiri tegundir. Temple Grandin hefur unnið mikið með nautgripi. Höfundur: Heiðrún Villa Mynd 2 - Blóðmítill á hundi (ixodes ricinus) www.thepetcenter.com Að lokum Verði eigandi var við blóðmítil á hundi sínum skal fjarlægja hann sem fyrst. Þannig minnka líkurnar á því að mítillinn geti borið smit í hundinn. Mikilvægt er að fjarlæga allan mítilinn, það er að munnstykkið verði ekki eftir í húð hundsins og geti þannig valdið húðsýkingu. Best er að nota þar til gerðar tangir til verksins. Nái eigandi ekki að fjarlægja mítilinn skal hafa samband við dýralækni. Heimildir: Lísa Bjarnadóttir: Flåtbårne infektioner hos hund en oversigt. 2005. Verkefni í tengslum við fag­ ýralæknisnám í d sjúkdómum hunda og katta. Lísa Bjarnadóttir: . A seroepidemiological survey for antibodies to Borrelia burgdorferi s.l. in dogs in Iceland. 2007. Lokaverkefni í fagdýralæknisnámi í sjúkdómum hunda og katta. Temple Grandin fæddist í Boston, Massachusetts árið 1947. Um tveggja ára aldur var Temple greind með einhverfu sem fékk móður hennar til að ráða barnfóstru sem var ætlað að hjálpa Temple við leik og mál. Seinna fór Temple í einkaskóla og fékk góða hjálp við að læra að tjá sig en hún var mjög seinþroska. Temple segir sjálf að grunnskólaárin hafi verið góður tími fyrir hana en þegar í framhaldsskóla var komið var hún álitin skrítin og lögð í einelti. Þrátt fyrir erfiðleika útskrifaðist Temple og náði sér í gráður í sálfræði, dýravísindum og læknavísindum. Hún hélt marga fyrirlestra um upplifun sína á einhverfu, meðal annars hvernig henni fannst allt í umhverfi sínu ógna sér, hvernig hljóð og ljós höfðu áhrif á hana og margir lögðu leið sína á fyrirlestrana til að heyra hennar hlið á einhverfu. Hún sótti mikið í að hjálpa dýrum og lagði til að mynda mikla vinnu í að skapa „slátrunarkerfi“ sem var ætlað að auðvelda dýrunum ferðina í sláturhúsið og haga slátrun þeirra eins mannúðlega og mögulegt var. Henni blöskraði meðferð dýranna. Hún var frumkvöðull í að fá eigendur sláturhúsa í lið með sér með því að sýna þeim hvað þau myndu græða á að fá óttalaus dýr til slátrunar. Margir þeirra létu endurbyggja kerfið hjá sér eftir teikningum Temple. Mörgum þótti merkilegt þegar hún útskýrði hvers vegna dýrin vissu ekki að þau væru á leið í slátrun, að hræðsla þeirra í aðstæðunum kæmi ekki vegna þess heldur vegna aðbúnaðar á leiðinni til slátrunarinnar. Helsta einkenni Temple, eins og hún segir sjálf, er að hún hugsar algjörlega í myndum. Hún telur að það eigi hún sameiginlegt með dýrunum og geti því skilið þau á marga vegu og þannig )