Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 16

Höfundur: Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir Töluverð fjölgun hefur orðið á tilfellum á Íslandi þar sem blóðmítlar (e. ticks) hafa fundist á hundum. Í langflestum tilvikum hefur verið um ixodes ricinus að ræða sem þó hefur ekki verið talinn landlægur á Íslandi heldur hefur hann borist hingað með farfuglum. Hér á landi er hins vegar náskyld tegund landlæg, þ.e. lundalúsin svokallaða, (ixodes uriae) sem lifir á sjófuglum. Lundalúsin hefur einnig fundist á hundum en erfitt getur verið að þekkja tegundirnar í sund­ r. Þessari u grein er ætlað að fræða hundeigendur örlítið um þennan „vágest“, mögulega smithættu af honum og hvernig megi forðast hann. Hvað eru blóðmítlar? Blóðmítlar eru sníkjudýr af ætt köngulóa. Til eru fjölmargar tegundir af mítlum en þeirra algengust er ixodes ricinus. Eins og nafnið ber með sér eru mítlarnir blóðsugur, það er þeir sjúga blóð úr hýsli sínum með því að festa sig við hann og bora sérstöku munnstykki sínu inn í gegnum húðina. Um leið framleiðir mítillinn eins konar sement í kringum munnstykki sitt sem gerir það að verkum að erfitt getur verið að fjarlægja hann af hundinum. Sé hann hins vegar látinn óáreittur sýgur hann blóð í að minnsta kosti 7 daga þar t [[