Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 14

frábrugðið því sem gengur og gerist annars staðar. Hundar mega hvergi vera, það er erfitt að ferðast með þá og ógjörningur að taka þá með sér út fyrir landsins steina.” Eftir að Sída hóf að rækta hafa draumar hennar alltaf verið stórir og hefur hún leitast við að láta þá rætast eftir bestu getu. Það er að hennar sögn mun auðveldara í Svíþjóð ,,Mér fannst til dæmis mjög erfitt hve takmarkaðir möguleikar mínir voru í ræktun vegna einangrunarinnar. Að vera hundaræktandi í Svíþjóð er mun auðveldara en á Íslandi. Hér lána ræktendur hunda á milli landa, auðvelt er að fara til annarra landa til að para tíkina sína og svo mætti lengi telja.” Sídu langaði einnig að sýna hundana sína í mikilli samkeppni því fyrir henni snerist þetta aldrei um að hundarnir hennar yrðu bestu hundar tegundar, hún vildi eitthvað meira en það. Í Svíþjóð standa hundaáhugafólki allar dyr opnar, hvort sem það er einhvers konar vinna með hunda, til dæmis hlýðni, sporaþjálfun og varnarþjálfun eða sýningar. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi enda starfið mjög virkt innan þessara hópa. Á alþjóðlegri sýningu í Lúxemborg öðluðust chinese crested-feðgarnir, Inya Dreams Not Just a Pretty Face og faðir hans, SECh LUCh USCh Curlious Cache Is King meistaranafnbætunar Lux. Jr. Ch (Lúxemborgar ungliða-meistari) og LUCh (Lúxemborgar meistari). Menningarsjokkið Eins og áður sagði flutti Sída til Svíþjóðar árið 2008 og vógu þættir eins og löngun í eitthvað nýtt, nýjar áskoranir og tilbreyting þyngst þegar ákvörðunin var tekin. ,,Ég var búin að vera mikið í Svíþjóð á hundasýningum og að hitta ræktendur og líkaði einstaklega vel. Það er svo margt sem mér finnst aðlaðandi við land og þjóð og margt sem við Íslendingar mættum taka okkur til fyrirmyndar.” Hún segir hundalífið í Svíþjóð frábært enda séu möguleikarnir endalausir og þar er svo sannarlega eitthvað sem gefur manneskju eins og henni mikinn innblástur. Hundarnir tóku flutningunum vel en Sída segir að ,,menningarsjokkið” hafi komið örlítið seinna þegar hún áttaði sig enn betur á þeirri frábæru staðreynd að hundar mættu alls staðar vera; í strætisvögnum, lestum, í miðbænum og svo mætti lengi telja. Groom It Silfurlitaði dvergpúðlinn, Multi Ch. Kudos Elsker, náði sér í titilinn LUCh á alþjóðlegri sýningu í Lúxemborg. 14 · Sámur 2. tbl. 38. árg. september 2014 Sída á og rekur fyrirtækið ,,Groom It” sem sérhæfir sig í feldvörum fyrir hunda. Hún er dreifingaraðili ,,Pure Paws”-feldvaranna á Norðurlöndunum og einnig