Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 10

Íslenskur ræktandi Höfundur: Inga Björk Gunnarsdóttir Ásgeir Heiðar er flestum hundeigendum kunnugur. Hann hefur verið viðloðandi veiðihunda í um 30 ár og í gegnum tíðina sýnt fallega hunda sem eru framúrskarandi veiðihundar. Hann er veiðimaður af lífi og sál, hvort sem um er að ræða stangveiði eða skotveiði. Ásgeir Heiðar leggur mikla áherslu á að hundarnir hans séu með mikið veiðieðli. Iðni og þolinmæði eru að hans mati lykilatriði við þjálfun hunda. Hann er sérfróður um þjálfun standandi veiðihunda og hefur haldið námskeið og skrifað greinar um þjálfun slíkra hunda. Hvenær og hvernig vaknaði áhugi þinn á hundum og hundaræktun og af hverju heillast þú af þinni tegund? Ég hef átt hunda frá unga aldri en eignaðist fyrsta hreinræktaða fuglahundinn minn, írskan seta, árið 1982. Ég átti þrjá slíka en þegar þeirra tími var liðinn ákvað ég að vanda valið og kynnti mér þær tegundir sem voru í boði erlendis. Eftir miklar vangaveltur varð síðan enski pointerinn fyrir valinu. Var ég svo heppinn að kynnast besta pointer-manni Svía og fékk hjá honum, árið 1995, tveggja ára tík sem ég flutti til landsins. Fljótlega flutti ég svo inn tvo karlhunda. F.v. ISFtCh C.I.B. ISCh Vatnsenda Kara og nýinnflutt, Karacanis Harpa. Ljósm. O.E. Hvernig varð ræktunarnafn þitt til? Ég sótti um nokkur ræktunarnöfn sem var hafnað en að lokum fékk ég samþykki fyrir „Vatnsenda“, enda bý ég þar. skapgerð og almennt heilbrigði. Mér finnst þetta hafa tekist vonum framar hjá mér og hef átt fjóra þrefalda meistara, veiði-, alþjóðlegaog íslenska meistara, og ræktað tvo af þeim. Hverjir hafa haft mest áhrif á þig og aðstoðað þig mest í hundaræktuninni? Aðallega norðmaður nokkur, Frank-Tommy Olsen, en hann er algjör viskubrunnur um allar ættir pointera um víða veröld. Einnig er ég í sambandi við helstu pointerræktendur í heiminum. Hvaða hundur eða hundar úr þinni ræktun finnst þér bera af öðrum? Það er erfitt að gera upp á milli barna sinna. Hvernig finnst þér ræktunin hafa gengið? Ég legg mesta áherslu á veiðihæfileika og byggingu, 10 · Sámur 2. tbl. 38. árg. september 2014 F.v. ISFtCh C.I.B. ISCh Vatnsenda Nóra, Kara og Vera. Ljósm. Á.H. Hvaða hundur eða hundar hafa, að þínu áliti, haft mest áhrif á stofninn hér á Íslandi? Það er án efa ISFtCh C.I.B. ISCh Karacanis Donna. Hún var sá fallegasti og besti fuglahundur sem ég hef séð. Ég flutti hana inn sem hvolp frá Noregi og