Sámur 1. tbl 40. árg 2015 | Page 19

Ég hef víða komið við í félaginu og sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum frá því ég gerðist félagsmaður árið 1990. Meðal þess sem ég hef unnið að innan HRFÍ er: »» ritstjóri Sáms um árabil »» starfsmaður og prófstjóri í skapgerðarmati síðustu 14 árin »» stjórnarmaður í Smáhundadeild »» sat í sýningastjórn og var kynnir á sýningum félagsins um árabil »» kynnti hundategundir innan félagsins í morgunsjónvarpi Stöðvar tvö »» sit í stjórn HRFÍ »» sit í ræktunar- og staðlanefnd »» sit í vinnuhópi um fræðslumál Síðustu árin hef ég ræktað og sýnt smáhunda af tegundinni Griffon með prýðisgóðum árangri og hef haldið námskeið og fyrirlestra um málefni tengdum hundum í fjöldamörg ár, bæði innan lands sem utan. Áhugi minn á hundum er einlægur og hið sama gildir um velferð HRFÍ, mér er annt um félagið og framtíð þess. Ég er reiðubúin að leggja áfram mitt af mörkum, ef félagsmenn kjósa. Sámur 1. tbl. 40. árg. maí 2015 · 19