Sámur 1. tbl 40. árg 2015 - Page 17

Ég heiti Þórdís Björg Björgvinsdóttir og býð mig fram til setu í aðalstjórn HRFÍ. Ég hef frá því að ég man eftir mér verið með brennandi áhuga á hundum og öllu sem að þeim viðkemur. Ég var svo heppin að eignast minn fyrsta hund aðeins 12 ára gömul og síðan þá hef ég haft einn eða fleiri loðna félaga mér við hlið. Ég bý í Grafarvogi ásamt sambýlismanni mínum og tvíbura dætrum okkar. Heima hjá okkur býr Nala sem er 3 ára Standard Poodle. Ég er nemi í Sálfræði við Háskóla Íslands. Síðustu 5 ár hef ég og hundurinn minn Charly verið sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum og farið saman á líknadeildina í Kópavogi, þar sem við heimsækjum dagdeildina tvisvar í mánuði. Það hefur gefið mér mikið í gegnum tíðina að geta fylgst með honum gleðja svona marga. Ég hef verið virkur þáttakandi í starfi HRFÍ frá 1997, í mörgum hlutverkum. Ég hef verið ungur sýnandi, sýnandi, ritari, hringstjóri, sýningarstjóri, dómaranemi, ræktandi, tengiliður fyrir Bichon Frise og Poodle, setið í stjórn smáhundadeildar, tekið þátt í stefnumótunarteymi HRFÍ og sjálfboðaliði á skrifstofu. Í dag sit ég í einangrunarnefnd, fræðslunefnd og stjórn íþróttadeildar. Félagið okkar stendur á tímamótum og ég horfi björtum augum til framtíðarinnar, möguleikarnir á að sækja fram og styrkja okkur eru fjölmargir. Við félagsmenn þurfum að standa þétt saman og vinna að því að finna gleðina og áhugan í þessu sameiginlega áhugamáli okkar allra. Ég er með fjölmargar hugmyndir sem ég vill gjarnan koma í framkvæmd en það helsta er »» Koma okkur á Internetið, með skráningu á viðburði, ættbækur og allt sem viðkemur hundunum okkar »» Koma af stað hvatakerfi fyrir alla sjálfboðaliða félagsins »» Stytta einangrun hunda (og katta) »» Skoða hússnæðismál með von um að finna hentugra húsnæði fyrir starfsemi félagsins »» Auka fræðslu til allra félagsmanna og almennings »» Yfirfara heilsufarskröfur, með sérstaka áherslu á augnskoðanir »» Búa til handbækur fyrir viðburði félagsins »» Efla hundamenningu á Íslandi Hlakka til að vinna með ykkur öllum! Sámur 1. tbl. 40. árg. maí 2015 · 17