Sámur 1. tbl 40. árg 2015 - Page 15

Áherslur þær sem eru mér kærastar nái ég kjöri eður ei eru m.a. eftirfarandi: Byggja upp og styrkja innlent starf félagsins. Gera félagið og hunda sýnilegri meðal almennings, fjölmiðla og yfirvalda. Standa með nefndum sem fara með stefnumótun félagsins. Tryggja að leitað verði til upplýsingafulltrúa félagsins og hann svari fyrir þegar hunda og hundahaldi bregður fyrir í fjölmiðlum eða hjá nefndum og ráðum. Stytta einangrun gæludýra til muna. Tel ekki raunhæft að afnema hana að svo stöddu, en það þarf að sjálfsögðu að vinna að því með yfirvöldum. Allt starf félagsins verði opnara, fundargerðir fulltrúaráðs- og stjórnarfunda sýnilegri félagsmönnum. Leitað verði meira til félagsmanna og sérfræðinga þegar við á. Kynnt verði betur fyrir félagsmönnum hvað fram fer á fundum FCI og NKU, erindi þau sem lögð eru fram og niðurstöður mála á þeim fundum. Fleiri félagsfundir, beinir eða óbeinir verði haldnir yfir árið þar sem félagsmenn kynnist betur félaginu og komi betur að starfinu í framhaldinu. Félagsmenn fái úrlausnir á sínum málum, geti kynnt hvað er vel gert og hvað betur mætti fara. Deildarstarf verði gert markvissara, mögulega með tímabundinni fækkun deilda og sameiningu. Viðhalda og kynna heilbrigðiskröfur fyrir stjórnum og félagsmönnum og halda þeim upplýstum. Fulltrúaráð verði eflt í takt við markmið þess og fundir mögulega opnaðir fleirum. Húsnæðismálin hafa verið umdeild og í framtíðinni sé ég félagið í öðru húsnæði sem gæti nýst betur m.a. til fyrirlestra, funda, námskeiða, æfinga, lítilla sýninga og skrifstofu félagsins. Þetta eins og annað þarf að skoða til framtíðar en er draumasýn margra félagsmanna. Hlúa að sjálfboðaliðum sem starfa fyrir félagið í ýmsum störfum en þó sérstaklega við sýningar og próf svo þekking og reynsla haldist, verði markvissari og dragi fleiri að. Ég vil efla vinnu með hundum t.d. hundafimi, spor, hlýðni, beituhlaup auk þess að stefnt verði að flyball o.þ.h. Veiðipróf eru flest í ágætum málum en alltaf má gott bæta. Vel þjálfaður og hlýðinn hundur bætir allt umtal um hunda og er eiganda sínum til sóma. Sýningarfyrirkomulag er á köflum umdeilt, staðsetning, stærð hringja, skortur á starfsfólki og fleira. Hlustum á félagsmenn sem starfa og taka þátt í sýningum. Reynum að útskýra og leysa málin í sameiningu, bæði fyrir og eftir sýningar til að gera þær öflugri og skemmtilegri. Unglingadeild verði byggð upp sem deild fyrir börn og unglinga með skemmtun og ánægju sem aðalmarkmið fyrir þessa tilvonandi félagsmenn. Jafnt við sýningar, próf o.fl. og einnig að foreldrastarfið þar verði eflt. Vinna markvisst að því að fjölga félagsmönnum, það hefur því miður ekki gengið nógu vel. Kynna þarf félagið sem félag ábyrgra hundeigenda en einnig að athuga hvort hægt er að gera félagið að íþróttafélagi svo það verði mögulega styrkhæft hjá sveitarfélögum og öðrum. Heimasíða verði aðgengilegri, notendavænni og félagsmenn geti skráð inn þátttöku á viðburði félagsins rafrænt og greitt fyrir gegnum örugga greiðslugátt. Ég veit að margt hér upptalið eru langtímamarkmið sem þarf er að skoða og leita til sérfróðra aðila með og það gerist ekki nema með samstilltu upplýstu átaki. Mín sýn er opið upplýst Hundaræktarfélag Íslands félagsmanna sem ég hef á köflum gagnrýnt að sé ekki og vil standa með þeim skoðunum mínum sem ég hef haldið á lofti hingað til. Félagið okkar á að vera með félagsmenn sem lifa