Myndir mánaðarins Ágúst 2017 tbl. 283 DVD-VOD-hluti | Page 8

Gullkorn Ég elska að leika en ef ég hefði haft hæfileikana til þess væri ég atvinnumaður í golfi í dag. - Dane DeHaan. Þótt allar vísindaskáldsögur séu vísindaskáldsögur þá sýna þær einnig hvernig fólk hugsaði þegar það samdi þær. Þess vegna eru vísindaskáldsögur líka raunsæjar. - Tatiana Maslany. Ég elska nánast allt sem Ingmar Bergman gerði. Og myndir eftir Michelangelo Antonioni og Fede- rico Fellini eru líka frábærar. Og myndir Rainers Werner Fassbinder. Og myndir eftir Werner Herzog. - Richard Gere, um uppáhalds- myndirnar. Það má auðvitað alltaf þakka bæði hæfileikum og innsæi en samt er það fyrst og fremst vinnan sjálf sem skapar árangurinn. Hæfileikar einir og sér skila engu. - Michael Sheen, að tala um fót- bolta, en hann ætlaði að verða atvinnumaður í því sporti áður en hann sneri sér alfarið að leiklistinni. 8 Myndir mánaðarins Ég dáist að öllum leikstjórum sem hafa náð að lifa á leikstjórninni einni saman. Mig langaði alltaf að gera það líka en ég átti aldrei möguleika á að lifa af því. Þess vegna tók ég og tek enn að mér að leika einhvern brjálæðinginn í annarra manna myndum. - Steve Buscemi. Ég starfaði sem dyravörður og útkastari í níu ár og það var þá það eina sem ég kunni. Mottóið var: „Haltu kjafti, gættu að þér og haltu áfram að vinna þangað til þú dettur niður.“ Það er enn mottóið. - Vin Diesel. Ég elska allt djúpsteikt. Ég myndi borða skóinn minn ef hann væri djúpsteiktur. - Charlize Theron, um sinn helsta ávana eða galla. Ég veit að ég er ekki besti leikari í heimi en ég reyni að bæta það upp með því að mæta á réttum tíma, vera tilbúinn og alltaf auðveldur í umgengni. Pabbi kenndi mér að sækjast ekki eftir fullkomnun, heldur bara gera mitt besta og snúa mér síðan að næsta verkefni. - Scott Eastwood. Mér finnst það bara fínt því þá þarf ég ekki að læra ný svör heldur get bara haldið mig við þau gömlu aftur og aftur - eins og biluð plata. - Emma Watson, spurð að því hvort henni leiðist ekki að vera alltaf spurð sömu spurninganna í viðtölum. Hver myndi ekki vilja vera með í Star Wars? Það er stórkostlegt. - John Boyega, spurður hvernig honum líkaði við að leika í Star Wars-myndunum. Það er misskilningur að ég sé á móti fegrunaraðgerðum þótt ég hafi gagnrýnt að ungar konur sem þurfa í raun ekki á fegrunaraðgerð að halda fari í þær. Sjálf hef ég ekki enn farið í neina slíka aðgerð en hef alls ekki útilokað að gera það einhvern tímann. - Susan Sarandon. Mér líður vel á sviðinu. Hins vegar hefur mér aldrei liðið vel á rauðu dreglunum, á frumsýningunum og verðlaunaafhendingunum. En það er víst hluti af þessari vinnu. - Naomi Watts. Það er eitthvað við útlit mitt sem gerir það að verkum að kvik- myndaáhugafólk kannast við mig og veit að ég er leikari en man samt ekki í hvaða myndum ég hef leikið – oftast ekki einni einustu. - Michael Shannon, um fólk sem kemur að máli við hann úti á götu. Ég ætla ekki að fullyrða að þetta sé það besta sem ég hef gert en það er á hreinu að þessi tvö hlutverk eru mestu áskoranir sem ég hef tekist á við hingað til. - Nicholas Hoult, um hlutverk sín sem annars vegar rithöfundurinn J.D. Salinger í myndinni Rebel in the Rye og sem Nikola Tesla í The Current War, en báðar þessar myndir eru væntanlegar síðar á þessu ári. Það voru myndir Ridleys Scott, Alien og Blade Runner ásamt flestu því sem Stanley Kubrick gerði. - Christopher Nolan, um þær myndir og leikstjóra sem höfðu mest áhrif á hann í upphafi ferilsins. Það sem þarna gerðist er nokkuð sem allir þurfa að vita um. - Oscar Isaac, um atburði mynd- arinnar The Promise.