Myndir mánaðarins Ágúst 2017 tbl. 283 bíóhlutihluti | Page 24

Annabelle: Creation Ekkert getur undirbúið þig Nokkrum árum eftir að dóttir brúðugerðarmannsins Samuels og eiginkonu hans dó í skelfilegu bílslysi ákveða þau hjón að breyta húsi sínu í heimili fyrir munaðarlausar stúlkur. Allt gengur vel til að byrja með, eða allt þar til stúlkurnar og gæslu- fólk þeirra uppgötva að það er eitthvað illt á kreiki í húsinu. Annabelle: Creation er eins og heitið ber með sér upprunasaga dúkkunnar Önnubellu og því forsaga myndarinnar Annabelle frá árinu 2014, sem aftur var ákveðin forsaga að atburðunum í Con- juring-myndunum. Annabelle: Creation verður heimsfrumsýnd á Íslandi 9. ágúst en hún var forsýnd á kvikmyndahátíðinni í Los Angeles 19. júní og er skemmst frá því að segja að hún hefur hlotið frábæra dóma þeirra sem sáu hana þar. Fyrir utan að halda áhorf- endum í gríðarlegri en stórskemmtilegri spennu þykir myndin líka frábærlega vel leikin, sérstaklega af hinum ungu Lulu Wilson og Talithu Bateman, en það mæðir einna mest á persónum þeirra í myndinni að glíma við hina andsetnu og afar illu Önnubellu ... Annabelle: Creation Lulu Wilson leikur Lindu og fer á kostum í hlutverkinu, en Lulu fór einnig með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni Ouija: Origin of Evil þar sem hún sýndi líka frábæran leik. Það er engin tilviljun að Lulu er af mörgum kvikmyndaunnendum talin upprennandi stórstjarna. Tryllir 109 mín Aðalhlutverk: Lulu Wilson, Talitha Bateman, Miranda Otto, Alicia Vela-Bailey, Stephanie Sigman, Anthony LaPaglia og Adam Bartley Leikstjórn: David F. Sandberg Bíó: Sambíóin Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó og Króksbíó Punktar .................................................... Það er fátt skemmtilegra fyrir spennu- og hrollvekjuunnendur en að sjá svona vel gerðan trylli í fullum sal af fólki, en Annabelle: Creation er þannig uppbyggð að hún fær flesta áhorfendur til að taka virkan þátt í atburðarásinni eftir að þeysireiðin hefst fyrir al- vöru um miðja mynd. Við vilju m því skora á alla að reyna að sjá þessa mynd á fyrstu sýningarhelginni og tryggja sér miða í tíma. l Frumsýnd 9. ágúst Toppurinn á myndinni er svo óvæntur og hrikalega flottur endir sem inniheldur m.a. snilldartengingu við framhald sögunnar. l Leikstjórinn David F. Sandberg lagar hér Önnubellu til fyrir tökur, en David sýndi og sannaði með sinni fyrstu mynd, Lights Out, að hann er meistari í að skapa spennu úr ljósi og skugga og réttum sjónarhornum. Það þykir honum takast jafnvel enn betur hér. Veistu svarið? Aðalframleiðandi Annabelle: Creation er að sjálf- sögðu hrollvekjukóngurinn James Wan, en nú eru liðin þrettán ár síðan hann kom, sá og sigraði með sinni fyrstu bíómynd. Hvaða mynd var það? Í hlutverki hinnar fötluðu Janice er Talitha Bateman sem eins og Lulu Wilson þykir vinna mikinn leiksigur í Annabelle: Creation. Hún er hér ásamt Stephanie Sigman sem leikur nunnuna Charlotte. Saw. 24 Myndir mánaðarins