Myndir mánaðarins September 2018 tbl. 296 Bíóhluti | Page 16

The Nun
The Nun
Biddu fyrir þér
Í fyrra var það Stephen King-sagan It sem var tryllir mánaðarins í september og í ár er það nýjasta myndin frá James Wan og félögum , The Nun , en hún segir frá illu djöflanunnunni Valak sem mun alveg áreiðanlega negla áhorfendur í sætin !
The Nun segir í stuttu máli frá ungri nunnu , Irene , sem er ásamt prestinum Burke send til Rúmeníu að rannsaka dularfullt sjálfsmorð nunnu í hinu sögufræga Cârța-nunnuklaustri í suðurhluta Transylvaníu . Fljótlega eftir komuna þangað uppgötva þau Irene og Burke að hlutirnir eru sannarlega ekki með felldu í klaustrinu því þar hefur hin framliðna og meinilla nunna Valak tekið völdin ...

The Nun

Hrollur Punktar ....................................................
Aðalhlutverk : Taissa Farmiga , Bonnie Aarons , Demián Bichir , Jonny Coyne , Charlotte Hope , Lili Bordán , Ingrid Bisu og Sandra Teles Leikstjórn : Corin Hardy Bíó : Sambíóin Álfabakka , Egilshöll , Kringlunni , Akureyri og Keflavík , Ísafjarðarbíó , Bíóhúsið Selfossi , Króksbíó og Eyjabíó
96 mín
Frumsýnd 7 . september
Það er Taissa Farmiga sem leikur nunnuna Irene en hún er systir Veru Farmigu sem lék Lorraine Warren í Conjuring-myndunum . Á milli þeirra Irene og Lorraine er þó enginn skyldleiki að því er við hér á Myndum mánaðarins best vitum . Djöflanunnan Valak sem þarna er í baksýn er leikin af Bonnie Aarons sem lék hana einnig í Conjuring 2 .
l The Nun er að öllu leyti tekin upp þar sem hún gerist , þ . e . í Rúmeníu , og að stærstum hluta í gömlu Transylvaníu þar sem fjölmörg söguleg mannvirki frá miðöldum er að finna .
l The Nun er hluti af Conjuring-sögunni og er annað „ spin off “ -ið frá þeim myndum á eftir Annabelle , en djöflanunnan illa sást fyrst í Conjuring 2 og þar kom fram að hún heitir Valak . Um leið er þessi mynd fremst í tímaröðinni , þ . e . að atburðirnir í henni gerast á undan bæði atburðunum í Annabelle- og Conjuring-myndunum .
l Samkvæmt Imdb . com er þriðja Annabelle-myndin á leiðinni og að sögn James Wan , sem er höfundur sögunnar ásamt handritshöfundinum Gary Dauberman , getur vel verið að gerð verði framhaldsmynd af The Nun því nú þegar liggi söguþráðurinn fyrir . Hvort af gerð hennar verði byggist væntanlega á gengi The Nun , en henni er reyndar spáð miklum vinsældum í kvikmyndahúsum .
Þessi kastali , þar sem hluti sögunnar gerist , er í raun Corvin-kastali ( einnig nefndur Hunyadi- eða Hunedoara-kastali ), en hann stendur við bæinn Hunedoara í Transylvaníu og var byggður um miðja 15 . öld .
Veistu svarið ? Taissa Farmiga lék sitt fyrsta hlutverk þegar systir hennar Vera fékk hana til að leika í sinni fyrstu mynd sem leikstjóra , Higher Ground , árið 2011 . Sennilega er Taissa þó þekktust fyrir hlutverk sín sem Zoe , Violet og Sophie í ... hvaða sjónvarpsþáttum ?
Mexíkóski leikarinn Demián Bichir leikur föður Burke sem er ásamt nunnunni Irene sendur til Rúmeníu að rannsaka dularfullt dauðsfall .
16 Myndir mánaðarins
American Horror Story .