Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 8
Gullkorn
Þetta er fjári góð mynd Robert
en ef hún verður sýnd í Banda-
ríkjunum þá fáum við aldrei aftur
að koma til landsins.
- Mick Jagger, í samtali við Robert
Frank, en Mick og félagar hans í
Rolling Stones fengu sett lögbann á
sýningu heimildarmyndar Roberts
um hljómsveitina árið 1972.
Börn hafa aldrei verið góð í að
hlusta á ráðleggingar þeirra eldri,
en þau hafa aldrei verið í vanda
með að herma eftir þeim.
- James Baldwin, um fyrirmyndir.
Ég elska rauðrófur. Sýndu mér
salatbar og ég hreinsa hann af
rauðrófunum.
- Chris Pratt, spurður um hvað fólk
veit ekki um hann.
Ég verð að segja hlutverk Christ-
ians í Moulin Rouge sem Ewan
McGregor fékk. Við Ewan og
Heath Ledger börðumst um það.
- Jake Gyllenhaal, spurður að því
hvaða hlutverki hann sæi mest eftir
að hafa ekki fengið.
8
Myndir mánaðarins
Það var kominn tími til að afhenda
einhverjum öðrum klærnar.
- Hugh Jackman, sem lék Wolverine,
í síðasta skipti í myndinni Logan
eftir að hafa leikið hann í átta
myndum á sautján árum.
Það kom sá tími þegar ég hékk
utan á geimskipinu og var að skjóta
geimverur að ég hugsaði: „Hvernig
í ósköpunum komst ég hingað“?
- Katherine Waterston, í viðtali um
stuttan leikferil sinn, en hún leikur
eitt aðalhlutverkið í Alien: Covenant.
Grunnurinn að öllu er handritið.
Þar liggur sköpunin. Þegar hand-
ritið er tilbúið er restin bara vinna.
- Ridley Scott, um kvikmyndagerð.
Trúað fólk gagnrýndi mig oft fyrir
að lofa ekki Guð fyrir sköpunar-
verk sitt í þáttunum sem ég gerði.
Þá hugsaði ég alltaf til lítils drengs í
Austur-Afríku sem þjáðist af því að
sníkjudýr, ormar, höfðu borað sig
inn í augu hans og að þessir ormar
geta eingöngu lifað í augum
annarra. Mér finnst það ekki passa
við að til sé algóður skapari alls lífs
á Jörðinni.
- David Attenborough.
Ég sagðist vera á leið á Óskars-
verðlaunahátíðina en þeir trúðu
mér ekki.
- Roland Møller, sem var stöðvaður á
flugvellinum í Los Angeles og haldið
í nokkra tíma vegna afbrotaferils
hans, en hann var í alvöru á leiðinni
á Óskarsverðlaunahátíðina .
Mér er alveg sama hvað fólk segir
um mig persónulega en mér er
alls ekki sama hvað fólk segir um
persónurnar sem ég leik. Þar á ég
hagsmuna að gæta.
- Sam Worthington.
Ég vildi óska að ég væri komin í þá
stöðu að geta valið úr hlutverkum.
En það er eflaust langt í það. Ég tek
því sem býðst þangað til.
- Lily James, um draumahlutverkið
en hún leikur annað aðalhlutverkið í
myndinni The Exception (sjá bls. 31)
og lék líka í Baby Driver, Öskubusku
og Downtow Abbey.
Handritin eru til og það er til nóg
af þeim. Það þora bara svo fáir að
fjárfesta í þeim.
- Zoe Saldana, um skortinn á hlut-
verkum fyrir konur í Hollywood.
Ég vildi óska þess að ég væri
þekktur fyrir að framkvæma öll
mín áhættuatriði sjálfur eins og
Tom Cruise og Jackie Chan. Ég geri
reyndar sum þeirra en um leið og
þau eiga að gerast í einhverri hæð
þá þarf einhvern annan í atriðið.
Ég er svo lofthræddur.
- Ryan Reynolds.
Ewan McGregor er einn af