Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 39

Tölvuleikir Marvel vs. Capcom Infinite Skemmtilegur slagsmálaleikur þar sem leikmenn geta stýrt fjölmörgum hetjum úr Capcom- eða Marvel-ofurhetjuheimunum. Á meðal slagsmálakappa eru Iron Man, Captain America, Thor, Dante úr Devil May Cry, Megaman og fleiri. Leikurinn inniheldur alls kyns spilunar- möguleika og nýja sögu auk svokallaðs „tag team mode“, en í því geta tveir barist á móti tveimur. Tegund: Slagsmálaleikur Kemur út á: PS4 og Xbox One PEGI aldurstakmark: 12+ Útgáfudagur: 19. september Framleiðandi: Capcom Útgefandi: Sena Project Cars 2 Framhaldið af hinum margverðlaunaða leik Project Cars, en sá leikur var gerður af áhugamönnum um tölvuleiki og bíla. Þessi áhugi skilaði sér í einum besta bílaleik seinni tíma. Í Project Cars 2 eru hátt í 200 mismunandi bílar frá 38 bílaframleiðendum og eru brautir leiksins 46 talsins. Auk þessa er leikurinn keyrður áfram á glænýrri grafíkvél þar sem árstíðin hverju sinni og veðurfar getur haft mikil áhrif. Leik- urinn er sérhannaður fyrir e-sports. Tegund: Bílaleikur Kemur út á: PC, PS4 og Xbox One PEGI aldurstakmark: 3+ Útgáfudagur: 22. september Framleiðandi: Bandai Namco Útgefandi: Sena Myndir mánaðarins 39