Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 12

Guardians of the Galaxy Vol . 2 Ævintýri VOD
Guardians of the Galaxy Vol . 2
Baráttan er rétt að byrja
Marvel-ævintýrið um varðmenn Vetrarbrautarinnar heldur hér áfram en hermt er að þessi mynd gerist um tveimur til þremur mánuðum eftir atburðina í fyrri myndinni . Um leið og Peter Quill og hans teymi ferðast í gegnum kosmóið í leit að uppruna hans þurfa þau að takast á við áður óþekkta óvini en fá einnig til liðs við sig nýja karaktera sem létta baráttuna .
Eins og allt almennilegt kvikmyndaáhugafólk veit sló fyrri myndin um varðmenn Vetrarbrautarinnar í gegn um allan heim og varð að lokum ein vinsælasta mynd ársins 2014 . Ljóst var frá upphafi að gerð yrði framhaldsmynd , ekki bara vegna vinsældanna heldur vegna þess að í raun var fyrsta myndin bara byrjunin á ævintýrum Peters Quill og varðmanna hans en rauði þráður sögunnar er leit Peters að uppruna sínum . Í þessari mynd hittir hann loksins föður sinn , eða öllu heldur mannlegu útgáfuna af honum , og þótt það svari mörgum spurningum býr það um leið til margar nýjar ...

Guardians of the Galaxy Vol . 2 Ævintýri VOD

137 mín
Aðalhlutverk : Chris Pratt , Zoe Saldana , Dave Bautista , Elizabeth Debicki , Pom Klementieff , Karen Gillan , Kurt Russell , Vin Diesel , Bradley Cooper og Sylvester Stallone Leikstjórn : James Gunn Útgefendur : SíminnBíó og Vodafone
7 . september
Um leið og Peter Quill , Star-Lord , þarf að leiða sitt fólk í baráttunni við óvini alheimsins leitar hann enn foreldra sinna og uppruna .
Punktar .................................................... HHHHH - Washington Post HHHH - The Telegraph HHHH - Empire HHHH Screen HHHH - Total Film l Leikstjóri myndarinnar er sá sami og síðast , James Gunn , auk þess sem allir aðalleikararnir snúa aftur , meira að segja Vin Diesel sem talaði fyrir Groot síðast en talar nú fyrir sprotann hans , Baby Groot , sem er reyndar álíka fámáll og sá stóri var . Þess utan setja nokkrar nýjar persónur mark sitt á söguna , þar á meðal faðir Peters sem Kurt Russell leikur og karakter sem Sylvester Stallone leikur .
Litli-Groot , sem er sproti af stóra-Groot sem fórst í fyrri myndinni , kemur mikið við sögu í þessari og af því að hann er svo lítill birtum við hér stóra mynd af honum . Það er Vin Diesel sem talar fyrir hann .
Margar persónur hafa veigameira hlutverki að gegna í þessari mynd en þeirri fyrstu , þar á meðal Nebula sem Karen Gillan leikur .
12 Myndir mánaðarins