Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Página 10
Wolves – Don’t Blink Robert Frank
Wolves
Stattu með sjálfum þér
Anthony er menntaskólanemi sem virðist stefna í rétta átt, en hann er fyr-
irliði skólaliðsins í körfubolta og hefur vegna hæfileika sinna góða von um
að fá skólastyrk frá Cornell-háskólanum. En það er ekki allt sem sýnist.
Þótt Anthony virðist utan frá séð ganga allt í haginn glímir hann við erfitt vanda-
mál heima hjá sér því faðir hans, Lee, er drykkfelldur rusti sem komið hefur sér í
miklar skuldir vegna spila- og veðmálafíknar. Þegar lið Anthonys, Wolves, kemst
langt í skólakeppninni sér Lee í því tækifæri til að vinna háa upphæð en til þess
þarf hann að fá Anthony til að hafa rangt við. Og þá reynir á hinn unga mann ...
Punktar ............................................................................................
HHH 1/2 - We Got This Covered HHH - RogerEbert.com
Wolves er sjötta bíómynd leikstjórans Barts Freundlich en hann á að baki mynd-
irnar The Myth of Fingerprints, World Traveler, Catch That Kid, The Rebound og Trust
the Man. Bart hefur verið kvæntur leikkonunni Julianne Moore síðan í ágúst 2003.
l
109
VOD
mín
Aðalhlutv.: Michael Shannon, Carla Gugino og Taylor
John Smith Leikstj.: Bart Freundlich Útg.: Myndform
Drama
1. september
Þeir Taylor John Smith og Michael Shannon leika feðgana Anthony og Lee í Wolves.
Don’t Blink Robert Frank
Ljósmyndarinn sem breytti ljósmyndasögunni
Ljósmyndarinn Robert Frank var brautryðjandi í ljósmyndalistinni en bók
hans, The Americans sem kom út árið 1958, breytti því hreinlega hvernig
aðrir ljósmyndarar nálguðust viðfangsefni sín. Hér er saga hans sögð.
Robert Frank fæddist í Sviss 9. nóvember 1924. Móðir hans var svissnesk en faðir
hans var þýskur gyðingur sem lenti í miklum og alvarlegum hremmingum þegar
nasistar náðu völdum í heimalandi hans og gerðu hann landlausan. Robert ólst
því upp við rask og ótta sem átti eftir að marka líf hans og list eftir það.
Í myndinni er farið yfir lífsstarf þessa merka ljósmyndara í máli og myndum, tækni
hans og innsýn, og er stór hluti helgaður samtölum við hann sjálfan, en Robert,
sem er enn á lífi, forðaðist það ætíð sjálfur að birtast fyrir framan linsurnar.
Punktar ............................................................................................
HHHH 1/2 - L. A. Times HHHH 1/2 - N. Y. Times HHHH 1/2 - Film Stage
HHHH 1/2 - Slant Magazine HHH 1/2 - The Hollywood Reporter
Eftir að bók Roberts Frank, The
Americans, kom út árið 1958 sneri
hann sér í auknum mæli að gerð
heimildarmynda og er óhætt
að fullyrða að mynd hans um
hljómsveitina The Rolling Stones,
Cocksucker Blues, sem hann gerði
árið 1972, sé sú þekktasta. Á meðal
margra þekktra ljósmynda hans
eru þær sem notaðar voru á albúm
Stones, Exile on Main St. sem kom út
sama ár og er af mörgum talin ein af
bestu hljómplötum allra tíma.
l
VOD
82
mín
Heimildarmynd um ljósmyndarann Robert Frank
Höfundur: Laura Israel Útgefandi: Myndform
Heimildarmynd
10
Myndir mánaðarins
1. september