Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 bíóhluti | Page 8
Bíófréttir – Væntanlegt
Bigelow sem var tilnefnd til
Óskarsverðlauna fyrir síðustu mynd
sína, Zero Dark Thirty, og hlaut
þau fyrir myndina þar á undan,
The Hurt Locker. Í Detroit segir
hún okkur af umtöluðu morðmáli
sem kom upp í samnefndri borg í
Michigan-ríki sumarið 1969 í kjölfar
mannskæðra óeirða sem á ensku
hafa síðan verið kallaðar Tólfta
strætis-óeirðirnar (The 12th Street
Riot), en um þær geta áhugasamir
lesið á netinu. Með aðalhlutverkin
fara John Boyega, Will Poulter,
John Krasinski og Anthony Mackie.
Fimmta myndin er svo mynd sem
við höfum áður fjallað um í blaðinu,
Wonder eftir Stephen Chbosky.
Hún er gerð eftir samnefndri
bók R. J. Palacio og segir frá
hinum 10 ára gamla August sem
vegna meðfædds sjúkdóms og
uppskurða er með afmyndað
andlit og hefur af þeim sökum
alla tíð þurft að takast á við mikla
fordóma, ekki síst í skólanum. Með
hlutverk hans fer Jacob Tremblay
og í hlutverkum foreldra hans eru
þau Julia Roberts og Owen Wilson.
Í sjötta og síðasta lagi viljum við
benda á fyrstu stiklu myndarinnar
Borg/McEnroe, en hún er eftir
danska leikstjórann Janus Metz og
segir frá einum frægasta tennisleik
sögunnar, úrslitaleiknum á Wimb-
ledon-mótinu árið 1980, þegar
Björn Borg og hinn skapmikli
John McEnroe áttust við í fyrsta
skipti. Sá leikur er talinn einn af
merkustu og mest spennandi
íþróttaviðureignum sögunnar og
það verður gaman að sjá hvort
Janusi takist að endurvekja þá
stemnin