Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 bíóhluti | Page 6

Bíófréttir – Væntanlegt
Við hófum þennan dálk í blaðinu síðast með því að biðjast afsökunar á því að hafa í júlíblaðinu sagt að nýjasta mynd Stevens Spielberg héti The Post því hið rétta væri að myndin héti The Papers . Nú rétt fyrir prentun þessa blaðs tilkynntu Foxog Amblin-kvikmyndafyrirtækin að ákveðið hefði verið að breyta nafni myndarinnar úr The Papers í ... The Post . Kannski þeir lesi Myndir mánaðarins þarna í Hollywood .
Kvikmyndahátíðin í Feneyjum hefst með pompi og prakt 30 . ágúst , daginn sem þetta blað verður nýkomið á flesta dreifingarstaði , og stendur yfir til 9 . september . Á hátíðinni kennir margra grasa að venju og á meðal mynda verður hin íslenska Undir trénu sem lesendur geta kynnt sér nánar á bls . 24 hér í blaðinu . Opnunarmynd hátíðarinnar að þessu sinni er hins vegar myndin Downsizing eftir leikstjórann og tvöfalda Óskarsverðlaunahafann Alexander Payne , en hún er sögð frábær mynd í alla staði . Áhugasamir geta annars kynnt sér allar myndirnar sem sýndar verða á hátíðinni á heimasíðu hennar og skoðað aðra viðburði í dagskránni .
Og talandi um verðlaunahátíðir og íslenskar kvikmyndir má geta þess að myndin Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson var á dögunum tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs ásamt myndum frá Danmörku , Finnlandi , Noregi og Svíþjóð . Þess utan bíða menn nú spenntir eftir tilnefningum til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna
og þær ætla að verða nokkrar íslensku myndirnar sem fara á kvikmyndahátíðina í Toronto sem hefst 7 . september . Þeim sem vilja fylgjast með okkar fólki og gengi íslenskra mynda erlendis er bent á klapptre . is þar sem vel er haldið utan um fréttir af þeim málum .
Fresta þurfti tökum á nýju Mission Impossible-myndinni 12 . ágúst þegar Tom Cruise ökklabrotnaði við tökur á áhættuatriði í London . Tom var að stökkva á milli húsþaka í atriðinu en náði ekki inn á þakið og lenti þess í stað á hlið hússins með þessum afleiðingum . Talið er að hann þurfi a . m . k . tvo mánuði áður en hann snýr aftur til starfa . En þrátt fyrir slysið og tafirnar sem verða hefur verið gefið út að frumsýningardagur myndarinnar , 27 . júlí 2018 , muni ekki breytast .
Nýlega var tilkynnt að þeir Glenn Ficarra og John Requa sem gerðu m . a . Crazy , Stupid , Love og Focus , hefðu verið ráðnir til að leikstýra myndinni Harley Quinn vs . The Joker , hliðarsögu úr Suicide Squadheiminum með Margot Robbie og Jared Leto í aðalhlutverkum . Áður hafði hins vegar verið tilkynnt um gerð myndarinnar Gotham City Sirens í leikstjórn Davids Ayer sem gerði Suicide Squad og að þar myndi Margot Robbie einnig leika Harley Quinn á ný auk þess sem Jared Leto kæmi við sögu í hlutverki Jókersins . Í gang fóru sögusagnir um að síðarnefndu myndinni hefði verið slaufað þegar fyrrnefnda myndin kom inn en þær reyndust rangar því báðar myndirnar verða gerðar . Því er ljóst að við eigum eftir að sjá þau Margot og Jared í hlutverkum þeirra Harley Quinn og Jókersins a . m . k . þrisvar í viðbót því auk þessara tveggja mynda er Suicide 2 einnig væntanleg . Frumsýningadagar eru óákveðnir .
Talandi um Margot Robbie þá hermir sagan að Quentin Tarantino hafi ráðið hana í eitt af aðalhlutverkum næstu myndar sinnar
sem leikstjóra , en hún fjallar um Manson-fjölskylduna alræmdu sem auk annarra glæpa myrti Sharon Tate , eiginkonu leikstjórans Romans Polanski , árið 1969 . Þess utan hefur Margot fjölmargt á prjónunum , t . d . myndina Mary Queen of Scots þar sem hún leikur Elisabetu fyrstu Englandsdrottningu , I , Tonya , þar sem hún leikur skautadrottninguna Tonyu Harding , Marian , þar sem hún leikur Maríu úr sögunum um Hróa hött og myndina Goodbye Christopher Robin þar sem hún leikur Daphne Milne , eiginkonu rithöfundarins A . A . Milne sem ásamt syni þeirra skapaði sögurnar um Bangsímon og vini hans
Undirbúningi að gerð myndarinnar Fantastic Voyage eftir Guillermo del Toro hefur verið frestað til næsta vors til að Guillermo geti einbeitt sér að því að fylgja nýjustu mynd sinni , The Shape of Water , úr hlaði , en framleiðendur hennar eru vissir um að hún eigi eftir að blanda sér í verðlaunaslaginn þegar kvikmyndaárið 2017 verður gert upp . The Shape of Water verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum en fer ekki í almenna dreifingu fyrr en í byrjun desember . Áhugasömum er bent á að kynna sér hana á netinu en frábær stiklan hefur vakið verðskuldaða athygli .
Í ágúst voru margar stiklur úr áhugaverðum myndum frumsýndar enda er nú sá tími ársins framundan þegar flestar af þeim myndum sem keppa munu um helstu kvikmyndaverðlaun ársins 2017 koma á markaðinn . Á meðal þeirra sem mesta athygli hafa
vakið má fyrst nefna myndina Last Flag Flying eftir Richard Linklater með Steve Carell , Bryan Cranston og Laurence Fishburne í aðalhlutverkum , en hún segir frá endurfundum þriggja manna , sem börðust saman í Víetnam-stríðinu 30 árum fyrr , þegar sonur eins þeirra fellur í Íraksstríðinu .
Önnur er myndin Suburbicon eftir George Clooney með Matt Damon , Julianne Moore og Oscari Isaac í aðalhlutverkum , en hún er skrifuð af Clooney , Grant Heslov og Coen-bræðrunum í sameiningu . Suburbicon er svört kómedía og glæpadrama sem gerist í friðsælum smábæ í Bandaríkjunum sumarið 1959 og segir frá manni einum sem lendir í vægast sagt miklum vandræðum eftir að eiginkona hans er myrt , enda er hann ekki alveg saklaus sjálfur af morðinu .
Sú þriðja er myndin Molly ’ s Game eftir Aaron Sorkin með Jessicu Chastain , Idris Elba og Kevin Costner í aðalhlutverkum , en þar er fjallað um frægt bandarískt mál þegar skíðadrottningin Molly Bloom stofnaði ólöglegan pókerklúbb fyrir hina ríku og frægu í Hollywood , leyniþjónustunni til lítillar ánægju enda var mafían fljótlega komin í spilið , þ . á m . sú rússneska . Þetta er fyrsta myndin sem Aaron Sorkin leikstýrir en hann skrifaði m . a . handritin að myndunum A Few Good Men , The Social Network , Moneyball og Steve Jobs .
Fjórða myndin sem við nefnum hér af mörgum sem þykja líklegar til að blanda sér í verðlaunaslaginn er myndin Detroit eftir Kathryn
6 Myndir mánaðarins