Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 bíóhluti | Page 12
Væntanleg í október – The Snowman
Áður en næsti snjór fellur ...
The Snowman, eða Snjókarlinn eins og sagan
heitir á íslensku, er fyrsta bíómyndin sem gerð
er um rannsóknarlögreglumanninn Harry Hole
sem norski spennusagnahöfundurinn Jo Nesbø
skapaði árið 2005 og hefur nú skrifað um í ellefu
bókum. Snjókarlinn, sem kom út 2010, þykir ein
af hans bestu bókum en hún segir frá því þegar
Harry Hole fer að rannsaka morð á konum í
kringum Osló og kemst að því að þau tengjast.
Við nánari athugun uppgötvar hann enn fremur
að sennilega tengjast nýjustu morðin öðrum
morðum langt aftur í tímann, sem þýðir að sá
sem ber ábyrgð á þeim hefur í raun stundað
þau í mörg ár án þess að upp um hann kæmist.
Með hlutverk Harrys Hole fer gæðaleikarinn Michael Fassbender og í
öðrum stórum hlutverkum er þau Rebecca Ferguson. J.K. Simmons, Val
Kilmer, Charlotte Gainsbourg, Chloë Sevigny og James D’Arcy en leikstjóri
er Tomas Alfredson sem gerði síðast njósnamyndina Tinker Tailor Soldier
Spy árið 2011. Stiklan úr Snjókarlinum lofar mjög góðu og það má alveg
búast við að myndin eigi eftir að njóta mikilla vinsælda. Hún verður
frumsýnd 13. október og við fjöllum meira um hana í næsta blaði.
Leikstjóri myndarinnar, Thomas Alfredson, segir hér
Michael Fassbender til, en Thomas er margverðlaun-
aður leikstjóri og hlaut m.a. bresku Alexander Korda-
verðlaunin fyrir mynd sína Tinker Tailor Soldier Spy.
Michael Fassbender ásamt hluta af tökuliði myndarinnar, en hún var að
öllu leyti tekin upp í Noregi og á þeim slóðum sem sagan gerist í raun,
þ.e. í kringum Osló og í Drammen, Björgvin og Rjukan í Þelamörk. Ekki er
loku fyrir það skotið að Michael muni leika Harry Hole í fleiri myndum.
J.K. Simmons leikur Arve Støp í Snjókarlinum og stendur áreiðan-
lega fyrir sínu eins og hann hefur gert í öllum sínum myndum.
12
Myndir mánaðarins
Rebecca Ferguson leikur aðstoðarkonu Harrys Hole, Katrinu,
en hún og Harry eiga meira sameiginlegt en sýnist í fyrstu.