Myndir mánaðarins September 2017 tbl. 284 bíóhluti | Page 10

Væntanleg í október – Blade Runner 2049 Þrjátíu árum síðar ... Blade Runner sem var frumsýnd 1982 var þriðja bíómynd Ridleys Scott sem þá hafði sent frá sér The Duellists 1977 og síðan hina æsispennandi Alien tveimur árum síðar. Það var því ekki nema von að margir biðu spenntir eftir Blade Runner á sínum tíma og ekki skemmdi fyrir að í aðalhlutverki var Harrison Ford sem þá var tiltölulega nýorðinn stórstjarna og einn launahæsti leikari heims eftir að hafa slegið í gegn sem Han Solo í fyrstu tveimur Star Wars-myndunum og í Steven Spielberg-myndinni Raiders of the Lost Ark sem var frumsýnd 1982. Blade Runner gerði það gott, fékk frábæra dóma virtustu gagn- rýnenda, gekk síðan gríðarlega vel á vídeóleigum og varð með árunum að „cult“-mynd í huga hörðustu aðdáenda. Sagan var lauslega byggð á bók eftir Philip K. Dick, Do Androids Dream of Electric Sheep? og gerðist í Los Ang- eles árið 2019 þegar menn höfðu fundið upp tækni til að framleiða eftirlíkingar af fólki. Þessar eftirlík- ingar voru síðan sendar í þrældóm til annarra pláneta, aðallega í námu- vinnslu, þangað til þær gátu ekki meira og dóu. Stundum gerðist það að eftirlíking slapp og þá kom það í hlut manna eins og Ricks Deckard að elta hana uppi og annað hvort fanga hana eða drepa. Þeir sem höfðu þann starfa með höndum voru kallaðir „blade runners“. Ryan Gosling leikur Officer K, eða „blade runner“ eins og lögreglu - menn framtíðarinnar eru kallaðir, sem þarf að hafa uppi á öðrum blade runner, Rick Deckard (Harrison Ford), en hann hafði látið sig hverfa sporlaust fyrir þrjátíu árum, eftir atburði fyrri myndarinnar. Dag einn gerðist það að fjórum eftirlíkingum tókst að sleppa á sama tíma og ekki nóg með það heldur höfðu þær rænt geim- skipi og voru á leið til Jarðar að hitta skapara sinn. Rick var falið það verkefni að stöðva þær en á sama tíma kynntist hann eftir- líkingu sem reyndist búa yfir mannlegum tilfinningum, en það áttu þær ekki að vera færar um. Þetta fékk hann til að spyrja sig að ýmsu og efast um að hann væri í liði með réttu aðilunum. Nýja myndin, Blade Runner 2049, gerist þrjátíu árum eftir þessa atburði og við kynnumst Officer K (Ryan Gosling) sem hefur nú þann sama starfa með höndum og Rick hafði á sínum tíma, þ.e. hann er blade runner. Þegar K kemst á snoðir um löngu grafið leyndarmál og dularfulla ráðgátu ákveður hann að hafa uppi á Rick í þeirri von að hann geti aðstoðað sig með svörin. Meira verður ekki sagt um nýju söguna enda vitum við lítið sem ekkert hvað gerist fyrir utan vísbendingar sem birst hafa í frá- bærum stiklunum. Við vitum hins vegar að myndinni er leikstýrt af Denis Villeneuve sem á m.a. að baki myndirnar Arrival, Sicario, Prisoners, Enemy og Incendies og það nægir eiginlega til að vita að Blader Runner 49 verður hörkugóð mynd og rúmlega það. Jared Leto leikur Niander Wallace sem með þekkingu sinni á framleiðslu mannlegra eftirmynda er kominn í volduga stöðu. Þess ber að geta að það er Jóhann Jóhannsson sem semur tónlist- ina í Blade Runner 49 ásamt Hans Zimmer og Benjamin Wallfisch. Hér ræða þeir Harrison Ford og Ryan Gosling við Denis Villeneuve leikstjóra Blade Runner 2049 og Ridley Scott sem gerði fyrri myndina, en Ridley er einn af framleiðendum nýju myndarinnar. 10 Myndir mánaðarins