Myndir mánaðarins Október 2018 tbl. 297 BR-DVD-VOD-Tölvuleikir | Page 8

Gullkorn Allar konur verða að læra sjálfsvörn. Ef þú getur varið líkama þinn og hefur sjálfstraust þá eiga fáir séns í þig. - Katheryn Winnick, sem er sjálf með svarta beltið í karate og Tae Kwon Do. Það er fátt notalegra en að fá klapp þegar maður mætir í vinnuna. Svo er líka klappað þegar maður er búinn að vinna. Það hlýjar manni líka. - James Corden um starf sitt sem spjall- þáttastjórnandi. Ef ég hef val þá vil ég sjá spennumynd- ir og trylla frekar en gaman- eða rómantískar myndir. Samt eru Notting Hill og The Notebook á meðal minna uppáhaldsmynda. - Domhnall Gleeson. Það hefur enginn boðið mér að leika í rómantískri gamanmynd hingað til. Mig langar að leika sjarmörinn, þennan sem fær stúlkuna í lokin og allir gráta gleðitárum. Það virðist bara ekki ætla að gerast. - Benicio Del Toro. Ég hef aldrei á minni ævi fengið mér sopa af áfengi eða áfengum drykk. Það var alkóhólismi í minni fjölskyldu og ég tók þá ákvörðun snemma að bragða aldrei áfengi því ég vildi ekki undir neinum kringumstæðum missa stjórn á mér. Ég mun standa við það. - Bryce Dallas Howard. Að vera leikari er í raun ekkert flókið því þetta snýst bara um að þykjast vera önnur persóna en maður er. - Saoirse Ronan. Það hefur alltaf verið mitt vandamál að fólk leit ekki á mig sem leikara að leika einhverja persónu. Fólki fannst þetta bara vera ég. Og finnst það enn. - Brian Dennehy. Ég skil ekki fólk sem finnst ekki gaman að þrífa. Ég elska það og það gerir tvennt fyrir mig. Annars vegar frelsar það hugann algerlega og hins vegar líður mér aldrei betur en þegar allt er tandurhreint í kringum mig. - Jenny Slate. Ég hélt ég væri þessi týpa sem gæfi ekkert fyrir verðlaun og ef þú hefðir spurt mig að þessu fyrir ári hefði ég fullyrt það. En svo þegar ég fékk verðlaun og allir í salnum stóðu upp og klöppuðu fyrir mér leið mér betur en mér hafði nokkurn tíma liðið áður. - Sterling K. Brown. Sumir segja að til að geta leikið þurfi maður að setja upp grímu af öðrum. Í mínu tilfelli snýst leikurinn miklu frekar um að geta tekið grímuna af. - Annette Bening. Ég veit ekki hvort það sé beint erfiðara en það svona lúrir alltaf innra með manni að þegar maður er að leika raunverulega persónu þá vill maður heiðra minningu þeirra – sama þótt um glæpamann sé að ræða. - Toby Jones, spurður að því hvort sé erfiðara, að leika skáldaða persónu eða raunverulega. Ég bý svo vel að eiga pabba sem veit allt um förðun og hefur gaman af að tala við mig um krem og maska. - Liv Tyler, um föður sinn, Steven Tyler. Fyrir mér er Bette Davis drottningin. - Elisabeth Moss, spurð um uppáhalds- leikkonu. Ég er stundum spurð að því hvers vegna ég valdi að leika þetta hlutverk eða hitt. Spurningin er byggð á þeim misskilningi að ég hafi eitthvað val um þau hlutverk sem ég tek að mér. Vissulega get ég hafnað þeim en þá hef ég heldur ekkert lengur að gera í bransanum. Það eru bara örfáir leikarar hverju sinni sem hafa raunverulegt val um þau hlutverk sem þeir taka að sér. Ég er langt frá því að vera ein af þeim. - Rose Byrne. 8 Myndir mánaðarins Maður veit að maður er að eldast þegar maður sér að á dagskrá sjónvarpsins eru tvær myndir í flokknum „golden oldies“ og maður lék í þeim báðum. - Winona Ryder. Mér finnst það meira virði og mikil- vægara að vera frábær í einhverju einu en að vera meðalgóð í mörgu. - Sofia Boutella. Ég er ekki dugleg við að koma mér á framfæri við fjölmiðla. Það kostar það að framleiðendur í Hollywood hafa minni áhuga á mér. Þeir taka mikið mið af því hve oft þeir sjá andlit manns í slúðurdálkunum. Því meira, því líklegra er að maður fái vinnu. - Gillian Anderson.