Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 35
Tölvuleikir
South Park: The Fractured but Whole
Framhaldið af hinum þrælskemmtilega The Stick of Truth sem
kom út árið 2013 býður upp á nýtt ævintýri og söguþráð sem
er engum öðrum líkur og nú breytast krakkarnir í ofurhetjur!
Leikurinn gerist sem fyrr í South Park í Colorado og nú bregða krakkarnir sér í
hlutverk alls kyns ofurhetja sem skiptast í tólf flokka: Brutalist, Blaster, Speed-
ster, Elementalist, Gadgeteer, Mystic, Cyborg, Psychic, Assassin, Commander,
Netherborn og Karate Kid. Þessir flokkar bjóða hver fyrir sig upp á sérhæfileika
sem leikmenn læra að nýta sér auk þess að geta í þetta skipti valið sér kyn.
Sagan hverfist svo um að nú skipa krakkarnir sér í lið og berjast innbyrðis!
Leikurinn er eftir þá Trey Parker og Matt Stone, höfunda South Park-sjónvarps-
seríunnar og hafa þeir látið bæta í hann mörgum nýjum og bráðfyndnum
fídusum sem leikmenn nota til að auka möguleika á sigrum og safna meiri
peningum. Síðasti leikur sló í gegn og þessi á örugglega eftir að gera það líka.
Tegund: Hlutverkaleikur
Kemur út á: PS4 og Xbox One
PEGI aldurstakmark: 18+
Útgáfudagur: 17. október
Framleiðandi: Ubisoft
Útgefandi: Myndform
Myndir mánaðarins
35