Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 14

Dýrin í Hálsaskógi Hið sígilda ævintýri í frábærum búningi Hin þekktu leikverk Thorbjørns Egner (1912–1990) eru sann- kallaðar þjóðargersemar norskra bókmennta og hafa verið sett á svið í fleiri skipti og í fleiri löndum en tölu verður á komið. Þessi nýja brúðumyndaútgáfa af Dýrunum í Hálsaskógi hefur verið kölluð meistaraverk en hún sló aðsóknarmet í norskum kvikmyndahúsum um síðustu jól og verður nú gefin út með íslensku tali á DVD og VOD-leigunum 5. október. Thorbjørn Egner skapaði sín þekktustu verk á fimmtán ára tímabili, frá 1940 til 1955, en efni þeirra og boðskapur er tímalaus, svo ekki sé talað um lögin og söngtextana sem margir kunna utanbókar. Við þýðingu þessa handrits, sem Haraldur Jóhannsson sá um, var byggt á hinni upprunalegu leikverksþýðingu Huldu Valtýsdóttur en söngtextarnir eru eins og áður í íslenskum uppfærslum verksins þýddir af Kristjáni frá Djúpalæk. Það er svo landslið íslenskra leikara sem talsetur undir stjórn Tómasar Freys Hjaltasonar og útkoman er fjölskylduskemmtun sem er engri annarri lík! Dýrin í Hálsaskógi Ævintýri með söngvum DVD VOD 80 mín Íslensk talsetning: Orri Huginn Ágústsson, Ævar Þór Benediktsson, Viktor Már Bjarnason, Ragnheiður Steindórsdóttir, Jóhann Sigurðsson, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Örn Árnason, Sigurður Þór Óskarsson, Laddi, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir, Hanna María Karlsdóttir og Steinn Ármann Magnússon Leikstjórn: Tómas Freyr Hjaltason Útgefandi: Myndform 5. október 14 Myndir mánaðarins