Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 12

Snatched Öllum fríum fylgja einhver vandamál Eftir að unnusti Emily segir henni upp rétt áður en þau ætluðu að fara saman á sólarströnd ákveður hún að bjóða mömmu sinni Lindu að koma með sér í staðinn. Linda er í fyrstu treg til en lætur að lokum til leiðast og veit auðvitað ekki frekar en Emily að þeirra bíður að ganga beint í gildru mannræningja. Snatched er lauflétt, skemmtileg og viðburðarík gamanmynd eftir leikstjórann Jonathan Levine sem gerði myndirnar Warm Bodies, 50/50 og The Night Before, en handritið er skrifað af Katie Dippold sem m.a. skrifaði handrit gamanmyndarinnar Heat. Með aðalhlut- verkin fara gríndrottningarnar Goldie Hawn, sem hér leikur í sinni fyrstu mynd í fimmtán ár, og Amy Schumer auk þess sem þriðja gríndrottningin, Wanda Sykes, fer með stórt hlutverk. Snatched er kjörin mynd fyrir þá sem kjósa sér létta og fyndna skemmtun. Til að byrja með gengur allt upp í ferðinni og þær mæðgur ná betur saman en þær hafa gert í mörg ár. En ógæfan er handan við hornið. Snatched Punktar .................................................... Gamanmynd HHH 1/2 - ReelViews HHH 1/2 - San Francisco Chronicle HHH 1/2 - Boston Globe HHH 1/2 - Washington Post HHH - Rolling Stone HHH - Screen HHH - H. Reporter 90 VOD mín Aðalhlutverk: Amy Schumer, Goldie Hawn, Joan Cusack, Wanda Sykes, Ike Barinholtz, Randall Park, Christopher Meloni og Óscar Jaenada Leikstjórn: Jonathan Levine Útgefandi: Síminn og Vodafone 5. október Myndin er svo til öll tekin upp á Hawaii, en þess má t