Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 10

Pirates of the Caribbean: Salazar’s Revenge Jack Sparrow skal deyja! Jack Sparrow lendir nú í sínum mesta lífsháska þegar illskeytt- asti óvinur hans, hinn grimmi Salazar skipstjóri, flýr úr fordyri helvítis, staðráðinn í að ráða niðurlögum allra sjóræningja og þá sérstaklega Jacks Sparrow sem bar ábyrgð á dauða hans. Sagan í þessari fimmtu og síðustu mynd um ævintýri sjóræningjans Jacks Sparrow teygir sig langt aftur í tímann eða allt til þess þegar hann sem ungur maður tókst á við Salazar skipstjóra sem hafði sett sér það markmið að sökkva öllum sjóræningjaskipum og koma um leið hverjum einasta sjóræningja fyrir kattarnef. Salazar hafði orðið vel ágengt í þessari köllun sinni þegar hann hitti fyrir ofjarl sinn, Jack Sparrow, sem sneri á hann og bjó honum sjálfum þau örlög sem hann ætlaði Jack: Að eyða eilífðinni í helvíti. Allar götur síðan hefur Salazar beðið eftir tækifæri til að hefna sín – og nú er komið að því ... Jack Sparrow mætir til leiks á ný og þarf nú að takast í annað sinn á við sinn langversta og grimmasta óvin, Salazar kaftein. Punktar .................................................... Salazar’s Revenge Ævintýri / Gamanmynd 128 VOD mín Aðalhlutverk: Johnny Depp, Geoffrey Rush, Javier Bardem, Orlando Bloom, Keira Knightley, Kaya Scodelario og Brenton Thwaites Leik- stjórn: Joachim Rønning og Espen Sandberg Útgefandi: Síminn og Vodafone 5. október HHHH - Total Film HHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHH 1/2 - USA Today HHH 1/2 - Entertainment Weekly HHH - Screen HHH - The Telegraph HHH - CineVue Á meðal nýrra persóna í sögunni eru nýir bandamenn Jacks, Carina og Henry, en þau eru leikin af þeim Kayu Scodelario og Brenton Thwaites. Af eldri persónum sem snúa aftur má nefna tryggan vin Jacks, Gibbs, sem Kevin McNally leikur, Barbossa sem Geoffrey Rush leikur, Will Turner sem Orlando Bloom leikur hér á ný eftir að hafa verið fjarri góðu gamni í fjórðu myndinni og Elizabeth Swann sem Keira Knightley leikur. Ekki skemmir fyrir að sjálfur Paul McCartney kemur fram í skemmtilegu aukahlutverki. l Um leikstjórn myndarinnar sjá hinir norsku Joachim Rønning og Espen Sandberg, en þeir leikstýrðu m.a. hinni afar góðu og vel gerðu mynd Kon-Tiki árið 2012, sem var svo tilnefnd til Óskars- verðlauna 2013 sem besta erlenda mynd ársins. l Hinn ófrýnilegi og grimmi Salazar er leikinn af Javier Bardem. Veistu svarið? Grísk goðafræði kemur talsvert við sögu í Salazar’s Revenge því til að geta sent Salazar á ný til sinna heima þurfa Jack Sparrow og bandamenn hans að finna þríforkinn sem gríski sjávarguðinn notaði til að stjórna hafinu. Hvað heitir þessi sjávarguð? Í hluta myndarinnar er farið langt aftur í tímann, þegar Jack Sparrow var ungur maður og tókst á við Salazar í fyrra skiptið – og hafði sigur. Poseidon. 10 Myndir mánaðarins