Myndir mánaðarins Október 2017 tbl. 285 Bíó | Page 22

Sumarbörn Þegar flótti er eina leiðin heim Systkinin Eydís og Kári eru bara sex og fimm ára gömul þegar foreldrar þeirra skilja og á meðan móðir þeirra reynir að fóta sig á ný er börnunum komið fyrir á barnaheimili úti í sveit. Dvöl þeirra þar á þó eftir að verða mun lengri en ráðgert var. Kvikmyndinni Sumarbörnum, sem er fyrsta bíómynd leikstjórans og handritshöfundarins Guðrúnar Ragnarsdóttur, er lýst sem fjöl- skylduvænni fantasíu og er sagan í henni að hluta til byggð á reynslu og upplifun Guðrúnar sjálfrar. Þegar dagarnir líða einn af öðrum og það lengist stöðugt í biðinni eftir að verða sótt af móður sinni verða vonbrigði systkinanna og söknuður til þess að Eydís fer að hugsa um aðrar leiðir til að koma sér burt af heimilinu, enda er forstöðukona þess hvorki góð við hana né bróður hennar eða önnur börn. Þegar haustar og hin börn- in fara að týnast heim á leið eitt af öðru ákveður Eydís að láta til skarar skríða og stinga af ásamt Kára. Leiðin heim á hins vegar einnig eftir að reynast löng og ströng, en Eydís deyr ekki ráðalaus ... Sumarbörn Fjölskyldumynd / Fantasía 85 mín Aðalhlutverk: Kristjana Thors, Stefán Örn Eggertsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Magnea B. Valdimarsdóttir og Margrét Birta Björgúlfsdóttir Leikstjórn: Guðrún Ragnarsdóttir Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Bíó Paradís og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 13. október Brynhildur Guðjónsdóttir leikur stærsta fullorðinshlutverkið, forstöðukonu barnaheimilisins sem er hörð í horn að taka. 22 Myndir mánaðarins Kristjana Thors leikur aðalhlutverkið í Sumarbörnum, hina sex ára gömlu Eydísi, og þykir standa sig ákaflega vel rétt eins og hinir krakkarnir sem koma fram í misstórum hlutverkum.