Myndir mánaðarins Nóvember 2018 tbl. 298 Bíómyndir | Page 18

Bohemian Rhapsody Saga þeirra, saga hans Breska hljómsveitin Queen var stofnuð árið 1970 og átti eftir að afla sér heimsfrægðar á næstu fimmtán árum með lögum sem eru fyrir löngu orðin sígild og allir þekkja. Í Bohemian Rhapsody er farið yfir feril sveitarinnar allt frá byrjun, með sérstakri áherslu á hlut píanóleikarans, laga- og textahöfund- arins og eins besta söngvara allra tíma, Freddies Mercury, sem lést langt um aldur fram árið 1991, aðeins 45 ára að aldri. Reyndar hefst sagan í myndinni skömmu áður en Queen var stofn- uð, þ.e. þegar þeir Brian May og Roger Taylor voru í hljómsveitinni Smile. Freddie Mercury, sem þá var þegar orðinn þekktur á meðal tónlistarmanna í London (var t.d. vinur Davids Bowie frá því áður en hann var frægur), var aðdáandi Smile og kom með þá hugmynd að þeir Brian og Roger stofnuðu saman hljómsveitina Queen. Há- punktur myndarinnar er síðan Live Aid-tónleikarnir í júlí 1985 en frammistaða Queen á þeim hefur síðan margoft verið valin og nefnd besta tónleikaframmistaða rokksveitar fyrr og síðar ... Bohemian Rhapsody Það er Rami Malek sem leikur Freddie Mercury og þykir gera það listavel eins og reyndar þeir Joseph Mazzello, Gwilym Lee og Ben Hardy í hlutverkum félaga hans í Queen, Johns Deacon, Brians May og Rogers Taylor, en þeir Brian og Roger eru meðframleiðendur myndarinnar og sinntu ráðgefandi hlutverki við gerð hennar. Sannsögulegt / Tónlist 134 mín Aðalhlutverk: Rami Malek, Joseph Mazzello, Gwilym Lee, Ben Hardy, Lucy Boynton, Mike Myers, Aidan Gillen og Tom Hollander Leikstjórn: Bryan Singer Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Sambíóin Álfabakka og Egilshöll og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 2. nóvember Punktar .................................................... Við gerð Bohemian Rhapsody var lögð mikil áhersla á að endur- skapa andrúmsloftið í London á áttunda áratugnum þegar Queen var stofnuð og eru sviðsmyndirnar t.d. mjög nákvæmar eftirlíkingar af innviðum hljóðupptökuveranna þar sem tónlistin var tekin upp svo og allra staðanna sem Queen spilaði á á upphafsárum sínum. l Í myndinni heyrast að sjálfsögðu mörg af þekktustu lögum Queen, en á meðal þeirra laga sem Freddie Mercury samdi má nefna Don’t Stop Me Now, Crazy Little Thing Called Love, Bicycle Race, Killer Queen, Love of My Life, We Are the Champions, Somebody to Love, It’s a Hard Life og mörg fleiri auk titillags myndarinnar, Bohemian Rhapsody. l Veistu svarið? Þótt Freddie Mercury hafi talist breskur var hann fæddur í Zanzibar (sem nú er hluti af Tanzaníu) í Afríku árið 1946. Margir vita að hann hét í raun Farrokh Bulsara, en færri vita kannski að hann gaf eitt sinn út lag undir þriðja nafninu. Hvert var það? Larry Lurex. 18 Myndir mánaðarins