Myndir mánaðarins Nóvember 2018 tbl. 298 Bíómyndir | Page 15

Væntanlegt í desember Mortal Engines er byggð á samnefndri og margverðlaunaðri bók breska rithöfundarins Philips Reeve, en hún kom út í íslenskri þýð- ingu í sumar undir heitinu Vítisvélar. Þetta er mögnuð vísinda- skáldsaga og framtíðarævintýri sem gerist þegar heilu borgirnar eru komnar á færanlegan grunn og ferðast um Jörðina í leit að orku til að knýja þær áfram. Til að fá þessa orku gleypa borgirnar aðrar minni borgir og bæi og verða um leið íbúum þeirra að fjörtjóni. Hera Hilmarsdóttir, eða Hera Hilmar eins og hún kýs að kalla sig, fer með hlutverk Hester Shaw sem á harma að hefna gegn einum aðalmanninum í borginni London, Thaddeus Valentine, eftir að hann hafði ráðist á heimabæ hennar, Salthook. Eftir misheppnaða tilraun til að drepa Thaddeus neyðist Hester til að flýja borgina og út í eyðimörkina þar sem hún gengur í lið með fólki sem er staðráðið í að komast inn í London á ný. En það er hægara sagt en gert. Mortal Engines er magnað framtíðarævintýri þar sem heilu borg- irnar ferðast um Jörðina í leit að smærri borgum til að gleypa. Aquaman er mynd sem ofurhetjuaðdáendur hafa beðið eftir og um jólin er loksins komið að frumsýningu hennar. Hér er um upp- runasögu að ræða þar sem fyrsti hluti myndarinnar fer í að sýna hvernig Arthur Curry kemst að því að hann er hinn eini sanni konungur hinar horfnu borgar Atlantis. Arthur er í fyrstu ekkert allt of hrifinn af þeirri ábyrgð sem því fylgir en getur ekki hlaupist undan merkjum þegar hættur steðja að úr öllum áttum sem ekki bara ógna Atlantis og íbúum sjávarins heldur og öllum heiminum. Þá kemur sér vel að hann býr að ógnarkröftum, getur stjórnað sjáv- arföllunum, synt á hljóðhraða og talað við dýrin sem búa í hafinu. Það er Jason Momoa sem leikur Arthur/Aquaman og með önnur stór hlutverk fara meðal annars þau Nicole Kidman, Amber Heard, Willem Dafoe, Patrick Wilson, Dolph Lundgren og Yahya Abdul- Mateen II , en leikstjóri er enginn annar en sjálfur James Wan. Jason Momoa leikur hinn sterka og öfluga Arthur Curry, öðru nafni Aquaman, sem er konungur Atlantis og um leið alls lífs í sjónum. Myndir mánaðarins 15