Fyrir mér er það frelsi að fá að fara svona inn í karakterinn og leika hann innan frá . Ég get ekki útskýrt það nánar en allir sem hafa prófað þetta skilja hvað ég meina .
- Andy Serkis sem leikur Apaforingjann Caesar í myndaseríunni um Apaplánetuna .
|
Við vorum öll svo ung þegar við byrjuðum og kynntumst svo vel á þessum átta árum að síðan hefur maður ekki getað hugsað sér veröldina án þeirra .
- Topher Grace um vinskapinn við mótleikara sína í sjónvarpsþáttunum That ’ 70s Show sem hófu göngu sína árið 1998 .
|
Ég hef ekki séð bíómynd sem hefur ekkert fram að færa . Allar myndir hafa einhvern galdur í sér , jafnvel þótt hann endist ekki nema í fimm sekúndur .
- Sally Hawkins .
|
Staðan hjá mér var þannig að konan var komin átta mánuði á leið og ég hafði ekki fengið neitt starf lengi . Ef þeir hefðu ekki boðið mér hlutverkið í The Wire á þessum tímapunkti þá hefði ég farið aftur til London og gleymt þessum fáránlega draumi mínum um að gerast leikari .
- Idris Elba .
|
Ég held að ástæðan sé sú að þrátt fyrir allt þá fleygði hún aldrei neinu í mig sem ég gat ekki gripið .
- Taye Diggs , um fyrrverandi eiginkonu sína , Idinu Menzel , en þau eru bestu vinir í dag .
|
Ég hef mest gaman af að taka að mér hlutverk í myndum sem fáir hafa trú á að eigi eftir að laða að áhorfendur . Mér hefur bara alltaf þótt gaman að taka sénsa og geri það á hverjum degi .
- Charlize Theron .
|
Ég er í jóga og hugleiðslu , en ég er ekki góð í því . Ég kann ekki að slökkva á heilanum .
- Cara Delevingne .
|
Marlon Brando er að mínu mati einn besti leikari sögunnar . Hann hafði einstakt lag á að leggja allan sinn þunga í persónurnar sem hann lék . Ég vildi að ég gæti það .
- James Franco .
|
||||
8 Myndir mánaðarins |