Vatnsberinn 20 . jan . - 18 . feb . |
Tvíburarnir 21 . maí - 21 . júní |
Vogin 23 . sept . - 23 . okt . |
Erfiðleikar þínir varðandi samskipti |
Ákvörðun þín um að fjárfesta í |
Þú rambar í ógáti inn á góðgerðarsamkomu |
við nágrannann fara versnandi og |
bjúgverpli kemur þér í koll um |
vélsleðasamtakanna og |
það þýðir ekki lengur að mæta því |
mánaðamótin þegar þú færð hann |
vinnur þar farmiða fyrir tvo til |
með hauspoka . Íhugaðu að fá þér |
í bakið . Fáðu þér nýjar perur í loftljósin |
Frankfurt að verðmæti hundrað |
inniloftnet áður en það er of seint . |
og sjáðu allt í nýju ljósi . |
tuttugu og níu þúsund . Ekki fara
.
|
Woody Harrelson var ekki sá prúðasti sem unglingur og var t . d . handtekinn árið 1983 fyrir óspektir þar sem hann var að leika sér að því að stöðva umferðina . Woody henti sér svo út úr lögreglubílnum sem hann var settur í , hljóp í burtu og reyndi að gefa lögreglumanninum sem náði honum einn á lúðurinn . Hann slapp við fangelsisdóm en þurfti að greiða háa sekt . |
Þau Topher Grace , Laura Prepon , Mila Kunis , Ashton Kutcher , Wilmer Valderrama og Danny Masterson sem léku aðalhlutverkin í gamanþáttunum That ’ 70s Show á árunum 1998 – 2006 hafa haldið hópinn síðan og hittast alltaf reglulega heima hjá hvert öðru til skiptis . |
Leikkonan Alicja Bachleda , sem fer með aðalhlutverkið í myndinni The Girl Is in Trouble , er fyrrverandi unnusta Colins Farrell og barnsmóðir hans en þau byrjuðu saman þegar þau hittust við gerð myndarinnar Ondine og bjuggu saman í rúm tvö ár . Þess má geta að fyrsta kvikmyndahlutverk Alicju var í myndinni Pan Tadeusz : The Last Foray in Lithuania eftir Andrzej Wajda , en hún er tekjuhæsta mynd sem Pólverjar hafa gert . |
Foreldrar ensku leikkonunnar Sallyar Hawkins , þau Jacqui og Colin Hawkins , eru barnabókahöfundar sem á árunum 1980 – 2005 sendu frá sér fjölda barnabóka , en þær áttu það sameiginlegt að dýr voru í aðalhlutverkum . Í einni þeirra , Crazy Cow , byggðu þau að eigin sögn titilkúna á persónuleika Sallyar . |
||||||
Kristen Dunst lék í sinni fyrstu bíómynd sex ára gömul og sló svo í gegn tólf ára gömul í myndinni Interview with the Vampire árið 1994 þar sem hún lék á móti þeim Tom Cruise og Brad Pitt . |
Þau Michael Keaton og Courteney Cox byrjuðu saman árið 1989 þegar Michael var einn vinsælasti leikari heims en Courteney tiltölulega óþekkt utan Bandaríkjanna . Sambandi þeirra lauk svo árið 1995 , ári eftir að Courteney byrjaði að leika í Friends og sló þar í gegn . Hún sagði síðar í viðtali að árin með Michael séu þau mikilvægustu í lífi hennar og að hann sé besti maður sem hún hefur kynnst . |
Áður en Charlize Theron hélt að heiman frá Suður-Afríku til að freista gæfunnar í Hollywood hafði hún starfað í nokkur ár sem fyrirsæta . Þessi mynd var tekin af henni árið 1993 þegar hún var átján ára og algjörlega óþekkt . |
Áður en Idris Elba hóf leiklistarferilinn starfaði hann sem plötusnúður hjá ýmsum klúbbum í London og sem upptökustjóri , þar á meðal á plötu Jay Z , American Gangster , árið 2007 . |
||||||
6 Myndir mánaðarins |