Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 43

Tölvuleikir LEGO Marvel Super Heroes 2 LEGO Marvel Super Heroes 2 er leikur í sama anda og allir hinir frábæru LEGO-leikirnir sem komið hafa út og fjallar um ofurhetjur frá ólíkum tímum og veruleika innan Marvel- heimsins sem berjast við tímaflakkarann Kang the Conqueror. Leikurinn spilast í þriðju persónu og eins og áður lenda leikmenn í ótrúlegustu ævintýrum og þurfa að leysa ýmsar þrautir og gátur. Hér er boðið upp á þann möguleika að ráðskast með tímann og geta leikmenn ferðast um 18 mismunandi Marvel-staði sem tengjast í gegnum tíma og rúm. Að auki geta allt að fjórir spilarar barist hver gegn öðrum á sérstökum leikvöngum. Eins og í fyrri leiknum er hægt að spila sem fjöldi ógleymanlegra persóna úr Marvel-heiminum og hefur hver þeirra einstaka hæfileika. Persónurnar koma úr ólíkum áttum og tímaskeiðum og hér er jafnvel boðið upp á nýjar og öðruvísi útgáfur af þekktustu persónunum, annað hvort úr teiknimyndasögunum eða Marvel-kvikmyndunum. Einnig er hægt að breyta útliti og eiginleikum ákveðinna persóna, t.d. er hægt að velja Baby Groot og fara áfram í tíma svo hann verði fullorðinn, eða spila ólíkar útgáfur af Spider-Man (eins og Noir eða 2099) úr öðrum víddum og tímaskeiðum. Tegund: Hasar- og ævintýraleikur Kemur út á: PS4, PC, Xbox One og Switch PEGI aldurstakmark: 10+ Útgáfudagur: 17. nóvember Framleiðandi: Warner Games Útgefandi: Samfilm Myndir mánaðarins 43