Vinsælustu leigumyndirnar
1 |
2 |
Eftir að Díana prinsessa af Themysciru bjargar lífi breska flugmannsins Steves Trevor árið 1915 segir hann henni af styrjöldinni í Evrópu sem leiðir til þess að Díana ákveður að blanda sér í slaginn og bjarga eins mörgum mannslífum og hún getur . Frábær ofurhetjumynd , ein sú albesta hingað til , spennandi og fyndin .
Ævintýri
|
3 |
Hin þekktu leikverk Thorbjørns Egner ( 1912 – 1990 ) eru sannkallaðar þjóðargersemar norskra bókmennta og hafa verið sett á svið í fleiri skipti og í fleiri löndum en tölu verður á komið . Þessi nýja brúðumyndaútgáfa af Dýrunum í Hálsaskógi hefur verið kölluð meistaraverk en hún sló aðsóknarmet í kvikmyndahúsum og er talsett á íslensku . Mikki refur , Lilli klifurmús , Hérastubbur bakari og allar hinar persónurnar í sögunni koma öllum í gott skap .
Brúðumynd
Dýrin í Hálsaskógi
4
Wonder Woman
POTC : Salazar ’ s Revenge
Jack Sparrow lendir nú í sínum mesta lífsháska þegar illskeyttasti óvinur hans , hinn grimmi Salazar skipstjóri , flýr úr fordyri helvítis , staðráðinn í að ráða niðurlögum allra sjóræningja og þá sérstaklega Jacks Sparrow sem bar ábyrgð á dauða hans . Stórskemmtileg mynd og sennilega sú síðasta í seríunni .
Fjölskyldumynd
5
Eftir að ævintýramaðurinn Nick Morton finnur fyrir tilviljun kistu hinnar fornu prinsessu Ahmanet sem var grafin lifandi á sínum tíma fyrir hrottalegan glæp ákveður hann að fylgja múmíu hennar til Lundúna . Það hefði hann ekki átt að gera ! Tom Cruise í aðalhlutverki og hasarinn er svakalegur .
Ævintýri / Hasar
Felice er ellefu ára gömul stúlka sem býr á munaðarleysingjahæli í Bretagnehéraði Frakklands . Hana dreymir um að gerast ballettdansari og ákveður dag einn að fara til Parísar ásamt besta vini sínum , Victor , og láta reyna á danshæfileika sína . Fyndin , hugljúf , rómantísk og umfram allt vel gerð og góð teiknimynd .
Teiknimynd
The Mummy
Stóra stökkið
6
Stubbur stjóri
Hér segir frá töffaranum Stubbi sem fæðist með allt á hreinu og klár í slaginn og það fyrsta sem hann þarf að gera ásamt bróður sínum og nokkrum öðrum hvítvoðungum er að stöðva skæðustu samkeppniskrútt allra barna , hvolpana ! Myndin er gerð af Tom McGrath , þeim sama og gerði Madagascar-myndirnar .
7
Rough Night
Gamanmyndin Rough Night segir frá fimm vinkonum sem ákveða að leigja saman strandhús og skella sér út á lífið í tilefni þess að ein þeirra er að fara að gifta sig . Til að byrja með gengur allt vel og vinkonurnar fimm skemmta sér konunglega eða allt þar til óvænt atvik setur risastórt strik í reikninginn .
Teiknimynd Gamanmynd Gamanmynd
8
Snatched
Eftir að unnusti Emily segir henni upp rétt áður en þau ætluðu að fara saman á sólarströnd ákveður hún að bjóða mömmu sinni Lindu að koma með sér í staðinn . Linda er í fyrstu treg til en lætur að lokum til leiðast og veit auðvitað ekki frekar en Emily að þeirra bíður að ganga beint í gildru mannræningja .
Transformers : The Last Knight
The Lorax
Strandverðinum Mitch Buchannon líst ekkert á nýjan liðsmann teymis síns , Matt Brody , sem skartar tveimur gullverðlaunum en virðist lítið annað hafa til brunns að bera . En þegar þeir Mitch og Matt komast á snoðir um lævísa tilraun til að sölsa undir sig ströndina neyðast þeir til að snúa bökum saman .
Fimmta og síðasta Transformers-myndin sem stórmyndakóngurinn Michael Bay leikstýrir er sú dýrasta af þeim öllum og um leið ein dýrasta mynd kvikmyndasögunnar en hún er talin hafa kostað nálægt 300 milljónum dollara í framleiðslu . Ómissandi mynd fyrir aðdáendur seríunnar og hasarmyndaunnendur .
The Lorax er byggð á samnefndri bók dr . Seuss sem skrifaði m . a . sögurnar um köttinn með höttinn og Trölla sem stal jólunum , en myndin er gerð af sömu aðilum og gerðu Aulinn ég-myndirnar , Skósveinana , Leynilíf gæludýra og myndina Syngdu , en þær hafa allar notið mikilla vinsælda á VOD-leigunum .
9
Gamanmynd
10
Hasar / Ævintýri
11
Teiknimynd
Blade Runner : Final Cut Guardians of the Galaxy Vol 2
Hidden Figures
12
Hin víðfræga vísindaskáldsaga Ridleys Scott , Blade Runner , er hér eins og hún átti að vera , en þessi „ Final Cut “ -útgáfa af henni kom út árið 2007 og í þetta skipti hafði Ridley fullt forræði yfir hvernig hún væri klippt , en hann var alltaf óánægður með fyrstu útgáfuna sem hann réði ekki að fullu yfir sjálfur .
Vísindaskáldsaga
13
Marvel-ævintýrið um varðmenn Vetrarbrautarinnar heldur hér áfram en þessi mynd gerist um tveimur til þremur mánuðum eftir atburðina í fyrri myndinni . Um leið og Peter Quill og teymi hans ferðast í gegnum kosmóið í leit að uppruna hans þurfa þau sem fyrr að takast á við áður óþekkta óvini og ógnir .
Ævintýri
14
Sönn saga þriggja kvenna sem störfuðu hjá geimferðastofnun Bandaríkjanna , NASA , á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og áttu stóran þátt í að Mercurygeimferðaáætlunin heppnaðist en hún snerist um að koma geimfaranum John Glenn á sporbaug um Jörðu – og síðan heilum á húfi til baka . Frábær mynd !
Sannsögulegt
K3 The Lego Batman Movie
The Lego Movie
Krökkum á öllum aldri er hér boðið með í tónleikaferðir um víða veröld með þeim Kötu , Kylie og Kim sem saman nefna sig K3 . Þær eru æskuvinkonur sem fyrir utan sönginn og að syngja á tónleikum slá aldrei hendinni á móti öðrum ævintýrum sem þeim býðst að taka þátt í á ferðum sínum , en þau eru mörg og margvísleg .
Þeir sem vilja sjá fjölskylduvænar , litríkar , fyndnar , viðburðaríkar , hraðar og umfram allt stórskemmtilegar myndir ættu alls ekki að láta Lego Batman-myndina fram hjá sér fara því hún uppfyllir einfaldlega allar þessar væntingar – og gott betur . Myndin er talsett á íslensku svo þau yngri geti notið hennar líka .
Fyrsta LEGO-myndin kom út árið 2014 og naut mikilla vinsælda enda bráðskemmtileg og frumleg í alla staði . Hér segir frá kubbakarlinum Emmet sem vill bara vera venjulegur kubbakarl en dregst á móti vilja sínum inn í viðamikil átök við öfl sem vilja ná völdum og eru til í að gera hvað sem er fyrir þau .
15
Barnaefni
16
Kubbamynd
17
Kubbamynd
Eiðurinn
Eiðurinn segir frá skurðlækninum Finni sem þykir skara fram úr í starfi . Þegar hann uppgötvar að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann sinn ákveður Finnur að taka í taumana , staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl , hvað sem það kostar .
Bók Johönnu Spyri um Heiðu er þjóðargersemi Svisslendinga og hefur oftar en tölu verður á komið verið gerð skil í bíómyndum , sjónvarpsþáttum og teiknimyndum , en þessi nýjasta mynd um ævintýri þessarar brosmildu og snjöllu stúlku þykir slá allar aðrar kvikmyndaútgáfur sögunnar út í gæðum .
Fjölskyldumynd
Heiða
Spennumynd
18 19 20
Ævintýrið um Fríðu og dýrið segir frá prinsi í álögum sem verður ekki aflétt nema einhver stúlka verði ástfangin af honum áður en rós sem geymd er í höll hans deyr . En hver getur elskað jafn forljóta skepnu eins og hann ? Leikin og teiknuð Disney-mynd sem byggð er á teiknimyndinni vinsælu frá árinu 1991 .
Fjölskyldumynd
Fríða og dýrið
34 Myndir mánaðarins