Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 13
Höfnun konungsins – Woodshock
Höfnun konungsins
Uppgjöf eða dauði
Sannsögulega myndin Höfnun konungsins gerist í apríl árið 1940 og segir
frá því þegar þýski herinn kom til Oslóar og setti norsku ríkisstjórninni og
konungi Noregs, Hákoni sjöunda, þá afarkosti að gefast upp eða deyja ella.
Höfnun konungsins er afar vönduð, vel sviðsett og afburðavel leikin mynd þar
sem atburðunum á fyrstu dögum innrásar þýska hersins í Noreg í apríl 1940 eru
gerð sannferðug skil. Norðmenn höfðu vonast til að hlutleysi þeirra í síðari
heimsstyrjöldinni yrði virt enda vanbúnir til átaka og því var þeim mikill vandi á
höndum þegar Þjóðverjar kröfðu þá um uppgjöf. Átti konungurinn að fallast á
það eða átti hann að hvetja norska herinn til mótstöðu gegn innrásarliðinu og
hætta þar með á mikið mannfall? Myndin er afar sannferðug og ekki síst góð fyrir
þá sem vilja kynna sér þessa atburði eins og þeir gerðust – þar sem þeir gerðust.
Punktar ............................................................................................
HHHH - L. A. Times HHH 1/2 - H. Reporter HHH 1/2 - Village Voice
HHH 1/2 - RogerEbert.com HHH 1/2 - S. F. Chronicle HHH - Variety
Höfnun konungsins var framlag Norðmanna
til Óskarsverðlaunanna 2017 í flokki bestu
erlenda mynda ársins.
l
Hákon sjöundi, sem hét í raun Christian
Frederik Carl Georg Valdemar Axel en var
þekktur sem Karl prins af Danmörku, var
sonur Friðriks áttunda Danakonungs og
yngri bróðir Kristjáns tíunda sem síðar varð
konungur Danmerkur. Karl er einn fárra
konunga sem hefur verið þjóðkjörinn og
þegar það gerðist árið 1905 ákvað hann að
taka sér nafnið Hákon sjöundi.
l
VOD
133
mín
Aðalhl.: Jesper Christensen, Anders Baasmo Christian-
sen og Tuva Novotny Leikstj.: Erik Poppe Útg.: Sena
2. nóvember
Sannsögulegt
Þeir Jesper Christensen og Anders
Baasmo Christiansen leika Hákon
sjöunda og krónprinsinn Olav.
Woodshock
Hvað varstu að gera, Theresa?
Theresa vinnur á afskekktum stað við framleiðslu á kannabis. Eiginmaður
hennar er orðinn fjarlægur í viðmóti og vinnuveitandinn á það til að gera
henni lífið leitt auk þess sem móðir hennar er að deyja. Allt þetta tekur
sinn toll og smám saman kemur í ljós að undir yfirborðinu er önnur saga.
Woodshock er ögrandi saga sem krefst þess af áhorfendum að þeir láti sig falla inn
í veröld og hugarheima sem eru sennilega langt frá þeirra eigin. Sagan er að
grunni til dramatísk en breytist áður en yfir lýkur í þrillerkennda sögufléttu sem
kemur á óvart. Í aðalhlutverk er Kirsten Dunst sem þykir frábær í hlutverki Ther-
esu, en hún hefur sjálf sagt að hlutverkið sé hennar mesta áskorun á ferlinum.
Punktar ............................................................................................
HHH 1/2 - Rolling Stone HHH - Washington Post HHH - N. Y. Magazine
Woodshock er fyrsta bíómynd
systranna Kate og Lauru Mull-
eavy, en þær hafa m.a. getið sér
gott orð fyrir fatahönnun og
sjónvarpsþættina The Fashion
Fund þar sem þær kynntu sitt
eigið vörumerki, Rodarte.
l
Myndin er að mestu tekin upp
fyrir utan bæinn Arcata í Norður-
Kaliforníu, 17 þúsund manna
bæ þar sem þær Kate og Laura
ólust upp, og er atburðarásin í
myndinni að hluta til byggð á
þeirra eigin upplifunum í æsku
og sögum sem þær spunnu.
l
VOD
100
mín
Aðalhlutverk: Kirsten Dunst, Joe Cole og Pilou Asbæk
Leikstjórn: Kate og Laura Mulleavy Útgefandi: Sena
Drama
2. nóvember
Kirsten Dunst er frábær leikkona eins og flestir
vita og þykir sýna sitt allra besta í Woodshock.
Myndir mánaðarins
13