Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 DVD-VOD-BR-Tölvuleikir | Page 10
War for the Planet of the Apes
Upphafið eða endalokin?
Eftir að apaflokkur Caesars verður fyrir miklum skaða í árás-
um hersveitar undir stjórn hins illvíga Colonels ákveður
Caesar að eina vörnin sé falin í sókn og segir í framhaldinu
Colonel og mönnum hans miskunnarlaust stríð á hendur.
War for the Planet of the Apes er þriðja myndin í seríunni sem hófst
með Rise of the Planet of the Apes árið 2011. Framhaldið, Dawn of the
Planet of the Apes, var svo frumsýnd 2014 en serían er í raun forsaga
atburðanna í fyrstu myndinni, Planet of the Apes, sem gerð var árið
1968 og gat af sér fjórar framhaldsmyndir á sínum tíma.
Fyrri tvær myndir forsögunnar hafa notið mikilla vinsælda og það
er alveg óhætt að lofa aðdáendum seríunnar að þessi þriðja mynd
er enn betri en þær enda hefur hún hlotið frábæra dóma.
Andy Serkis leikur hér sem fyrr foringja apanna, Caesar, sem þrátt
fyrir mikil áföll mun aldrei gefast upp í baráttunni við mannfólkið.
War for the Planet of the Apes
Punktar ....................................................
Ævintýri
HHHHH - Washington Post HHHHH - Wall Street Journal
HHHHH - New York Times HHHHH - Los Angeles Times
HHHH - Empire HHHH - Guardian HHHH - Time Out
HHHH - CineVue HHHH - Indiewire HHHH - Telegraph
140
DVD
mín
Aðalhlutverk: Andy Serkis, Woody Harrelson, Judy Greer, Steve
Zahn, Ty Olsson, Karin Konoval, Terry Notary og Max Lloyd-Jones
Leikstjórn: Matt Reeves Útgefandi: Sena
2. nóvember
Eins og sést á stjörnugjöfinni hér fyrir ofan hefur War for the Plan-
ets of the Apes hlotið frábæra dóma, en hún er með 8,2 í meðaleink-
unn fimmtíu gagnrýnenda á Metacritic.com og 7,7 á Imdb.com.
l
Þeir sem þekkja upphaf sögunnar um Apaplánetuna, þ.e. fyrstu
myndina sem gerð var 1968, vita að enn hlýtur að vera talsvert í að
þessi sería tengist beint atburðarásinni í henni, jafnvel einhverjar
aldir. Samt er að finna í þessari mynd nokkrar vísbendingar um
hvað koma skal, t.d. þá að heitið á sveitum uppreisnarmannanna
og merki er það sama og heiti kjarnorkusprengjunnar í mynd nr.
tvö, Beneath the Planet of the Apes, sem bendir til að uppreisnar-
mennirnir séu forfeður hinna stökkbreyttu manna í þeirri mynd.
l
Woody Harrelson leikur hinn eitilharða Colonel sem er ákveðinn í að
þurrka samfélag apanna út í eitt skipti fyrir öll, hvað sem það kostar.
Veistu svarið?
Leikstjóri War for of the Planet of the Apes, Matt
Reeves sem leikstýrði einnig Dawn of the Planet of
the Apes, sendi árið 2008 frá sér vísindaskáldsögu
sem vakti mikla athygli og sagði frá innrás skrímsla
af ókunnum uppruna í New York. Hvað hitir hún?
Cloverfield.
10
Myndir mánaðarins