Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 Bíó | Page 12

Væntanlegt í desember

Enginn venjulegur leikur

Grín- og ævintýramyndin Jumanji : Welcome to the Jungle verður ein af jólamyndum kvikmyndahúsanna en hún verður frumsýnd 26 . desember . Stiklurnar úr myndinni lofa ákaflega góðu og gefa til kynna að hér sé á ferðinni ekta fín fjölskyldumynd , þó kannski ekki fyrir þau allra yngstu þar sem hasarinn er mikill og dýrin grimm .

Fleiri pabbar – meiri vandræði

Það muna sjálfsagt flestir sem fylgjast með bíómyndum eftir gamanmyndinni Daddy ’ s Home sem var frumsýnd í janúar 2016 og gerði það gott . Þegar upp var staðið hafði hún rakað saman um 247 milljón dollurum og það varð ljóst að gert yrði framhald . Leikstjóri og handritshöfundar eru þeir sömu ásamt velflestum leikurum , en á meðal nýrra leikara eru Mel Gibson og John Lithgow sem leika feður þeirra Marks Wahlberg og Wills Ferrel .
Nokkuð er um liðið síðan atburðirnir í síðustu mynd áttu sér stað en eins og fólk man náðu þeir Brad og Dusty sáttum eftir að hafa barist um hylli barna Dustys sem jafnframt eru fósturbörn Brads eftir að hann kvæntist fyrrverandi eiginkonu Dustys , Söru .
Jólin eru á næsta leyti og staðan hefur flækst verulega hjá Dusty sem nú er kvæntur Karen og er sjálfur orðinn fósturfaðir því Karen á dóttur með fyrrverandi eiginmanni sínum , Roger .
Málin taka síðan óvænta stefnu þegar feður þeirra Brads og Dustys , Jonah og Kurt , ákveða að eyða jólunum með þeim og fjölskyldum þeirra , en þeir eru eins ólíkir og hugsast getur . Við þetta bætist að Roger mætir líka á svæðið og á eftir að gera líf Dustys að martröð . Myndin verður frumsýnd 1 . desember .
Kevin Hart , Dwayne Johnson , Karen Gillan og Jack Black fara með aðalhlutverkin í grín- og ævintýramyndinni Jumanji : Welcome to the Jungle og í stærstu aukahlutverkunum eru Nick Jonas , Tim Matheson , Missi Pyle og Bobby Cannavale .
Myndin segir frá fjórum ungmennum sem eftir einhverja óknytti eru látin sitja eftir í skólanum og falið það verk að þrífa kjallarann . Þar rekast þau fljótlega á gamla leikjatölvu og fjóra stýripinna og þegar þau kveikja á tölvunni býðst þeim að spila leik sem þau hafa aldrei séð áður , Jumanji , og þarf hvert og eitt þeirra að velja sér karakter til að geta byrjað . Það sem þau vita ekki er að leikjatölvan er í raun gildra og um leið og sá síðasti velur sér sinn karakter sogast þau öll inni í tölvuna fyrir einhverja galdra þar sem þau breytast í karakterana sem þau völdu sér .
Eftir að hafa jafnað sig á mestu undruninni og líkömum karakteranna sem þau eru skyndilega komin inn í átta fjórmenningarnir sig á því að svæðið sem þau eru á er sneisafullt af alls kyns óvinum , bæði mannlegum og úr dýraríkinu , sem eiga það sameiginlegt að vilja gera út af við þau . Flótti er ekki mögulegur og smám saman átta þau sig á því að eina leiðin til að komast út úr tölvunni og verða þau sjálf aftur er að vinna leikinn áður en það verður of seint .
Þess má geta að sagan sækir innblásturinn í sögu myndarinnar Jumanji frá árinu 1995 en er ekki endurgerð hennar heldur miklu fremur ný og fersk útgáfa af hugmyndinni .
Sjaldan fellur eplið langt frá eplatrénu : Mayron-feðgarnir eru eins ólíkir Whitaker-feðgunum og svart er ólíkt hvítu og það er langt frá því að þeir deili sama húmornum . Mel Gibson , Mark Wahlberg , Will Ferrell og John Lithgow í hlutverkum sínum .
12 Myndir mánaðarins