Myndir mánaðarins Nóvember 2017 tbl. 286 Bíó | Page 10

Væntanleg í desember Í ár eru liðin fjörutíu ár frá því að fyrsta Star Wars-myndin var frumsýnd en eins og allir vita varð hún síðar að fjórða kafla sögunnar þegar ákveðið var að framleiða fleiri Star Wars-myndir sem nú eru orðnar sjö fyrir utan hliðarsöguna Rogue One. Allar hafa þær notið mikilla vinsælda en engin þó eins og sú sjöunda, The Force Awakens, sem var frumsýnd fyrir tveimur árum. Sú mynd sló öll fyrri aðsóknarmet og er í dag þriðja tekjuhæsta mynd sögunnar. Í desember er svo komið að frumsýningu áttundu myndarinnar, The Last Jedi, og verður gaman að sjá hvort hún geri betur. Því hefur verið haldið vandlega leyndu hvaða stefnu sagan tekur en öruggt má telja að atburðarásin eigi eftir að koma á óvart. Leikstjórinn Rian Johnson fór nefnilega fram á það þegar hann tók við leikstjórnartaumunum að öllum áður framkomnum söguhugmyndum yrði bókstaflega fleygt og að hann sjálfur fengi að semja söguna upp á nýtt og skrifa handritið. Eitthvað hefur hann gert rétt því hans hugmyndir að því hvaða stefnu sagan tekur voru samþykktar af framleiðendum. Og nú bíða margir eftir að sjá hver hin óvænta framvinda verður. Ýmislegt hefur verið gefið í skyn og í nýjustu stiklu myndarinnar er t.d. atriði sem mætti túlka þannig að aðalpersónan, Rey, sem kynnt var til leiks í The Force Awakens, muni ganga til liðs við Kylo Ren og þar með hin illu öfl stjörnuþokunnar. Ýmislegt fleira er gefið í skyn en hvergi örlar þó á svarinu við spurningunni sem allir eru með á vör- unum: Hver er eiginlega þessi síðasti jedi sem heiti myndarinnar vísar í? The Last Jedi verður frumsýnd á sama tíma um allan heim þann 15. desember. 10 Það má leiða líkur að því að myndin hefjist þar sem The Force Awakens endaði, þ.e. á eyjunni þar sem Rey hitti Loga geimgengil í fyrsta skipti. Við vitum samt ekkert um það, erum bara að giska. Domhnall Gleeson, Adam Driver og Gwendoline Christie leika helstu fulltrúa myrku aflanna í The Last Jedi, þ.e. hinn grimma General Hux, hinn nýja svarthöfða, Kylo Ren, og Captain Phasma. Leikstjóri myndarinnar, sögu- og handritshöfundur er Rian John- son sem hér er eitthvað að grínast með tveimur af aðalleikurunum, John Boyega og Oscar Isaac, en þeir leika sem fyrr þá Finn og Poe. Eins og alltaf í Star Wars-myndunum koma við sögu alls kyns framandi persónur og karakterar sem hafa mismikil áhrif á at- burðarásina og á þessari mynd má sjá hluta af þeim furðuhóp. Myndir mánaðarins