Myndir mánaðarins MM Ágúst 2019 Bíóhluti | Page 13

Once Upon a Time in ... Hollywood Einu sinni var ... Kvikmyndaáhugafólk um allan heim hefur beðið spennt eftir nýjustu mynd leikstjórans og handritshöfundarins Quentins Tarantino og í ágúst er loksins komið að lokum þeirrar biðar. Segja má að Quentin snúi hér aftur til frásögustílsins í Pulp Fiction þar sem hann sagði nokkrar sögur af ólíkum persónum og tengdi þær síðan saman á snilldarlegan hátt. Að öðru leyti er langskemmtilegast fyrir áhorfendur að vita sem minnst um hvað gerist í myndinni enda snýst bíóupplifunin að stórum hluta um að uppgötva söguna og hefur Quentin sjálfur beðið væntanlega áhorfendur að segja þeim sem eiga eftir að sjá myndina helst ekki neitt um söguþráðinn. Við virðum það að sjálfsögðu eins og vonandi allir aðrir sem sjá myndina. Brad Pitt og Leonardo DiCaprio leika samstarfsfélagana Cliff Booth og Rick Dalton og Margot Robbie leikur leikkonuna og fyrirsætuna Sharon Tate sem var myrt af Manson-fjölskyldunni 9. ágúst árið 1969, en Sharon var jafnframt eiginkona leikstjórans Romans Polanski. Once Upon a Time in ... Hollywood Tarantino 161 mín Aðalhlutverk: Leonardo DiCaprio, Brad Pitt, Margot Robbie, Emile Hirsch, Margaret Qualley, Timothy Olyphant, Austin Butler, Dakota Fanning og Bruce Dern Leikstjórn: Quentin Tarantino Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Sambíóin Álfabakka og Kringlunni og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 14. ágúst Punktar .................................................... Fyrir utan þau Brad Pitt, Leonardo DiCaprio og Margot Robbie leika fjölmargir þekktir leikarar stór sem smá aukahlutverk í Once Upon a Time in ... Hollywood og má þar nefna Al Pacino, Dakotu Fanning, Timothy Olyphant, Kurt Russell, Harley Quinn Smith, Emile Hirsch, Michael Madsen, Bruce Dern, Rumer Willis, Clifton Collins Jr., Lenu Dunham, Brendu Vaccaro, Rebeccu Gayheart og Luke Perry, en myndin er jafnframt síðasta mynd þess síðastnefnda sem lést eins og kunnugt er úr heilablóðfalli í mars síðastliðnum. l Leikkonan María Birta Bjarnadóttir leikur smáhlutverk í Once Upon a Time in ... Hollywood, þ.e. eina af nokkrum Playboy-kanínum. l Það tók Quentin Tarantino fimm ár að skrifa handrit myndarinnar sem að mörgu leyti byggist á æskuminningum hans sjálfs en sagan inniheldur fjölmargar tilvísanir í raunverulega atburði ársins 1969 auk tilvísana í kvikmyndir og tónlist þess tíma. Þess utan eru auð- vitað margar persónur myndarinnar raunverulegt fólk sem var áberandi í Hollywood og á Los Angeles-svæðinu á þessum tíma. l Heiti myndarinnar er til heiðurs einum af uppáhaldsleikstjórum Quentins, Sergio Leone, sem gerði m.a. myndirnar Once Upon a Time in the West (1968) og Once Upon a Time in America (1984). l Í myndinni er fjöldi þekktra leikara í aukahlutverkum, þ. á m. Al Pacino sem leikur kvikmyndaframleiðandann Marvin Schwarzs. Veistu svarið? Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Leonardo DiCaprio og Brad Pitt leika hvor á móti öðrum en í annað skipti sem þeir leika í mynd eftir Quentin Taran- tino. Í hvaða myndum hans hafa þeir leikið? Einn af ráðgjöfum Quentins við gerð myndarinnar var Debra Tate, systir Sharon Tate. Debra lánaði einnig Margot Robbie skartgripina sem hún ber í myndinni, en þá átti Sharon Tate á sínum tíma. l Þetta er fyrsta myndin sem Leonardo DiCaprio leikur í síðan hann hlaut Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í The Revenant. Hermt er að hann hafi farið í nokkurra mánaða stranga líkamsþjálfun til að verka trúverðugari í hlutverki Ricks Dalton sem er hasarmyndaleikari. l Myndir mánaðarins 13 Django Unchained og Inglourious Basterds.