Myndir mánaðarins MM Október 2019 Bíóhluti | Page 12

Bíófréttir – Væntanlegt Emilia Clarke og Henry Golding fara með aðalhlutverkin í nýjustu mynd leikstjórans og handritshöfundarins Pauls Feig. Aldrei að segja aldrei Lesið á milli línanna Last Christmas heitir nýjasta mynd Pauls Feig sem sendi síðast frá sér myndina A Simple Favor en á líka að baki gamansmellina Ghostbusters, Spy, The Heat og Bridesmaids. Myndin sækir bæði heiti sitt og innblástur sögunnar í samnefnt lag Georges Michael og eru flest lögin í myndinni líka eftir hann, þ. á m. lög sem hafa lítið eða ekkert heyrst enda aldrei verið gefin út. Sögu- og handritshöfundur er tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn Emma Thompson sem hlaut einmitt seinni Ósk- arinn fyrir handritsskrif, þ.e. handritið að gæðamyndinni Sense og Sensibility (1995) eftir sögu Jane Austin. Myndin segir frá Kate sem er dálítið týnd í lífinu og hefur gert hver mistökin af öðrum, bæði hvað varðar atvinnu og í einkalífi. Hún er auk þess staurblönk og ef ekki væri fyrir móður hennar, sem Emma Thompson leikur, væri hún hreint og beint á götunni. Dag einn hittir hún myndarlegan og heillandi mann að nafni Tom en þar sem hún er svo óörugg með sjálfa sig er það ekki fyrr en þau hittast í annað sinn sem þau kynna sig hvort fyrir öðru og alvara kemur í sambandið. En þar með er sagan bara rétt að byrja. Myndin verður frumsýnd 8. nóvember og þykir mjög líkleg til að slá í gegn hjá þeim sem kunna að meta rómantískar kómedíur. Spennu- og sálfræðidramað The Good Liar verður frumsýnt í nóvemberlok en það er byggt á skáldsögu eftir Nicholas Searle og er leikstýrt af margfalda verð- launahafanum Bill Condon sem hlaut m.a. Óskarsverðlaunin á sínum tíma fyrir handrit sitt að myndinni Gods and Monsters, en það var einmitt Ian McKellen sem lék aðalhlutverkið í henni og hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir vikið. Ian leikur hér svindlarann Roy Whale sem hefur alla sína ævi lifað á því að féfletta fólk og hefur nú á gamals aldri lært að nota stefnumótasíður til að komast í kynni við auðugar konur. Dag einn kynnist hann slíkri konu, ekkjunni Betty McLeish (Helen Mirren) sem James er fljótur að uppgötva að eigi sennilega eignir og peninga upp á þrjár milljónir punda. Staðráðinn í að hafa sem mest af henni byrjar hann að fara á fjörurnar við hana og er vel tekið, enda kann hann að setja upp sjarma séntilmannsins. En þótt Betty virðist ekki vita um gildruna sem hún er um það bil að ganga í sjá ættingjar hennar í gegnum Roy og hefja rannsókn á fortíð hans, sem er allt önnur en sú sem hann hefur látið uppi. Smám saman byggist upp mikil spenna í samskiptunum, en það sem Roy finnst einna verst er að honum er í alvörunni farið að þykja vænt um Betty og er því sjálfur kominn með efasemdir um að geta klárað svindlið. Þess ber að geta að Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur stórt hlutverk í myndinni og sést hann m.a í stiklu hennar. Myndin gerist að mestu rétt fyrir jól og í jólaundirbúningnum og má því segja að fyrir utan rómantíkina sem svífur yfir vötnunum, húmorinn sem er allsráðandi og skemmtilega tónlist Georges Michael sé þetta líka fyrsta jólamyndin í ár. 12 Þau Ian McKellen og Helen Mirren leika aðalhlutverkin í The Good Liar og eru bæði sterklega orðuð við tilnefningu til BAFTA-verðlauna fyrir túlkun sína á þeim Roy og Betty, jafnvel tilnefningu til Golden Globe- og Óskarsverðlauna. Myndir mánaðarins Þótt stórleikararnir Helen Mirren og Ian McKellen hafi þekkst vel um árabil og margoft leikið og starfað saman er þetta í fyrsta sinn sem þau leika hvort á móti öðru í bíómynd.