Myndir mánaðarins MM Nóvember 2019 VOD og tölvuleikir | Page 8
Gullkorn
Fyrir mér er það frelsi að fá að fara
svona inn í karakterinn og leika
hann innan frá. Ég get ekki útskýrt
það nánar en allir sem hafa prófað
þetta skilja hvað ég meina.
- Andy Serkis sem lék apaforingjann
Caesar í myndaseríunni um Apa-
plánetuna.
Fólk heldur að ég sé harður nagli
og töffari ... ég ... sem get ekki
einu sinni horft á hrollvekju því
ég verð svo hræddur og græt yfir
kettlingamyndböndum.
- Woody Harrelson.
Ég var bara fimmtán ára og ég
skildi ekki handritið, sá mig bara
ekki liggja nakta í rósarlaufum og
kyssa Kevin Spacey. Það kom ekki
til nokkurra mála að ég gerði það.
- Kristen Dunst um hvers vegna hún
hafnaði hlutverki Angelu Hayes í
American Beauty sem Mena Suvari
fékk þá í staðinn.
Ég held að ástæðan sé sú að þrátt
fyrir allt þá fleygði hún aldrei
neinu í mig sem ég gat ekki gripið.
- Taye Diggs, um fyrrverandi eigin-
konu sína, Idinu Menzel, en þau eru
bestu vinir í dag.
8
Myndir mánaðarins
Við vorum öll svo ung þegar við
byrjuðum og kynntumst svo vel á
þessum átta árum að síðan hefur
maður ekki getað hugsað sér ver-
öldina án þeirra.
- Topher Grace um vinskapinn við
mótleikara sína í sjónvarpsþáttun-
um That ’70s Show sem hófu göngu
sína árið 1998.
Maður reynir að halda sig á jörðinni.
- Tom Holland, spurður um hvort
hann hafi þurft að grípa til einhverra
öryggisráðstafana þegar frægðin
bankaði upp á.
Frá listrænum sjónarhóli þá get
ég ekki séð nokkra mynd verða
betri en Beetlejuice. Hún var 100%
frumsamin og inniheldur engar
eftirapanir eða klisjur af neinu tagi.
Það er hægt að gera jafngóða og
jafnfrumlega mynd, en ekki betri.
- Michael Keaton.
Ég hef mest gaman af að taka að
mér hlutverk í myndum sem fáir
hafa trú á að eigi eftir að laða að
áhorfendur. Mér hefur bara alltaf
þótt gaman að taka sénsa og geri
það á hverjum degi.
- Charlize Theron.
Ég hef ekki séð bíómynd sem
hefur ekkert fram að færa. Allar
myndir hafa einhvern galdur í
sér, jafnvel þótt hann endist ekki
nema í fimm sekúndur.
- Sally Hawkins.
Sumir leikarar eru fæddir með þá
náðargáfu að þeir þurfa ekkert
að leika. Þeir bara breyta sér í
viðkomandi persónu og verða hún
að öllu leyti. Ég hef ekki þetta og
hef alltaf þurft að leika allt sem ég
geri. En með aldri og reynslu hef
ég samt reynt að láta þessa línu
á milli mín og persónunnar sem
ég leik hverfa. Ég er ekki kominn
þangað en er að nálgast.
- Ethan Hawke, í viðtali vegna
hlutverks síns í myndinni Maudie.
Ég vil fæðast aftur sem jagúar.
Þeir kettir eru í mínum augum
tignarlegustu dýr á jörðinni.
- Matthew McConaughey.
Ég er í jóga og hugleiðslu, en ég
er ekki góð í því. Ég kann ekki að
slökkva á heilanum.
- Cara Delevingne.
Staðan hjá mér var þannig að
konan var komin átta mánuði á
leið og ég hafði ekki fengið neitt
starf lengi. Ef þeir hefðu ekki
boðið mér hlutverkið í The Wire
á þessum tímapunkti þá hefði ég
farið aftur til London og gleymt
þessum fáránlega draumi mínum
um að gerast leikari.
- Idris Elba.
Ég er slæmur lygari. Ég get alveg
leikið lygara en það sjá allir það á
mér ef ég reyni að ljúga einhverju
þegar ég er ekki að leika.
- Dane DeHaan.
Ég reyni að sjá ekki eftir neinu. Það
er ekki innbyggt í mig, en ég veit
að eftirsjá er tímaeyðsla þannig
að ég geri mér far um að rifja ekki
upp hluti sem láta mér líða illa.
- Nikolaj Coster-Waldau.
Marlon Brando er að mínu mati
einn besti leikari sögunnar. Hann
hafði einstakt lag á að leggja allan
sinn þunga í persónurnar sem
hann lék. Ég vildi að ég gæti það.
- James Franco.