Myndir mánaðarins MM Nóvember 2019 VOD og tölvuleikir | Page 23

The Clovehitch Killer – Out of Blue Allar fjölskyldur eiga sér leyndarmál Tyler er 16 ára gamall strákur sem býr ásamt sannkristinni fjölskyldu sinni í smábænum Clovehitch í Kentucky, en sá skuggi hvílir yfir bænum að fyrir tíu árum höfðu tíu konur, íbúar í bænum, verið kyrktar af óþekktum morðingja sem síðan hefur ekki látið á sér kræla. Dag einn fær Tyler ástæðu til að ætla að þessi morðingi sé maður sem hann þekkir vel ... faðir hans! The Clovehitch Killer er hörkugóð og æsispennandi mynd með hrollköldu ívafi sem fær hárin til að rísa. Sönnunargögnin sem Tyler finnur fyrir tilviljun og benda til þess að faðir hans sé í raun hinn alræmdi Clovehitch-morðingi verða til þess að hann gengur í lið með stúlku að nafni Kassi sem hefur lengi verið með það á heilanum að finna morðingjann. Saman hefja þau síðan enn frekari rannsókn ... Punktar .................................................................. HHHH 1/2 - Film Threat HHHH - IGN HHHH - Entertainment Weekly HHH 1/2 - Variety HHH 1/2 - Playlist HHH 1/2 - Vulture HHH - L.A. Times Þótt það sé hvergi sagt berum orð- um þá bendir ýmislegt til að hand- ritshöfundur myndarinnar, Christop- her Ford, hafi haft fjöldamorðingjann Dennis Rader í huga þegar hann skrif- aði söguna, en Dennis þessi, sem fékk viðurnefnið BTK-morðinginn (BTK = bind, torture, kill), myrti einmitt tíu konur á tímabilinu 1974–1991 í og við bæinn Witchita í Kansas á sama hátt og morðinginn í þessari mynd gerir. l VOD 109 mín Aðalhl.: Dylan McDermott, Charlie Plummer, Samantha Mathis og Madisen Beaty Leikstj.: Duncan Skiles Útg.: Myndform 22. nóvember Morðgáta Myndin þykir afburðavel leikin og þá sérstaklega af hálfu Dylans McDer- mott sem sýnir hér á sér aðra hlið en hann hefur sýnt áður í kvikmyndum. l Charlie Plummer og Dylan McDermott leika feðgana Tyler og Don í þessari gæðamynd. Er morð alltaf morð? Þegar rannsóknarlögreglukonunni Mike Hoolihan er falið að rannsaka skelfilegt morð á þekktum og virtum stjarneðlisfræðingi, Jennifer Rock- well, kemst hún fyrir það fyrsta að því að sennilega er þetta flóknasta morð- gáta sem henni hefur verið falið að leysa enda er ekkert eins og það sýnist! Eftir að hafa haldið fyrirlestur um svarthol alheimsins heldur Jennifer Rockwell á skrifstofu sína þar sem hún er síðan skotin í andlitið með 38 kalibera byssu. Sú staðreynd og ákveðnar aðstæður á staðnum minna Mike á vinnubrögð fjölda- morðingja sem var kallaður „38 kalibera morðinginn “ en náðist ekki að handsama á sínum tíma. Er hann kominn á kreik á ný eða býr hér eitthvað allt annað að baki? Punktar .................................................................. HHHHH - The Observer HHH 1/2 - L.A. Times HHH - Hollyw.Reporter HHH - The Guardian HHH- CineVue HHH - RogerEbert.com Out of Blue er byggð á bókinni Night Train eftir breska rithöfundinn Martin Amis, en hún kom út árið 1997 og var níunda bók hans af fjórtán. Af þeim eru sögurnar Money, The Rachel Pap- ers, Dead Babies og London Fields sennilega þær þekktustu en þær hafa allar verið kvikmyndaðar. l Þetta er þriðja myndin í fullri lengd sem leikstjórinn Carol Morley sendir frá sér en þær fyrri voru The Edge (2010) og The Falling (2014). l VOD 109 mín Aðalhl.: Patricia Clarkson, James Caan, Jacki Weaver, Toby Jones og Aaron Tveit Leikstj.: Carol Morley Útg.: Myndform Morðgáta 22. nóvember Out of Blue er mynd fyrir þá sem kunna að meta dularfullar ráðgátur en gerir þá kröfu til áhorfenda að þeir fylgist vel með atburðarásinni. l Patricia Clarkson leikur lögreglukonuna Mike Hoolihan sem fær heldur betur dular- fullt morð til rannsóknar í Out of Blue. Myndir mánaðarins 23