Myndir mánaðarins MM Nóvember 2019 Bíóhluti | Page 14

Terminator: Dark Fate Tíminn breytir öllu 27 árum eftir atburðina í Terminator: Judgement Day senda vélmenni framtíðarinnar hið háþróaða módel Rev-9 aftur í tímann til að taka hina ungu Dani Ramos af lífi í þeirri von að dauði hennar muni duga til breyta gangi sögunnar þeim í vil. Eins og við höfum áður bent á hér í blaðinu og flest kvikmynda- áhugafólk er sjálfsagt komið með á hreint þá gerist sagan í Termin- ator: Dark Fate 27 árum eftir atburðina í Terminator-myndinni Judgement Day sem var frumsýnd 1991 og lætur sem atburðirnir í framhaldsmyndunum þremur, Terminator 3: Rise of the Machines (2003), Terminator Salvation (2009) og Terminator Genisys (2015), hafi annað hvort aldrei gerst eða þá gerst í einhverjum hliðarveruleika. Þau Linda Hamilton, Edward Furlong og Arnold Schwarzenegger snúa öll aftur sem þau Sarah Connor, John Connor og tortímandinn sem bjargaði John frá bráðum bana árið 1991 og undan hinu þróaða vélmenni T-1000 sem Robert Patrick lék. Það sem meira er er að sjálfur höfuðpaurinn James Cameron snýr líka aftur sem söguhöfundur og framleiðandi, en hann kom svo að segja ekkert nálægt áðurnefndum framhaldsmyndum að öðru leyti en því að samþykkja gerð þeirra. Með önnur stærstu hlutverkin í nýju myndinni fara þau Natalia Reyes, sem leikur unga stúlku, Dani Ramos, sem vélmennum framtíðar stafar ógn af og vilja því drepa, Mackenzie Davis sem leikur verndara hennar, Grace, og svo Gabriel Luna sem leikur enn eina uppfærðu gerðina af tortímanda úr framtíðinni. Að öðru leyti hefur lítið verið gefið upp um söguþráðinn í myndinni og bíður fólk því spennt eftir að sjá myndina ... Terminator: Dark Fate Vísindaskáldsaga / Hasar 128 mín Aðalhlutverk: Linda Hamilton, Arnold Schwarzenegger, Mackenzie Davis, Natalia Reyes, Gabriel Luna, Diego Boneta, Edward Furlong, Steven Cree og Enrique Arce Leikstjórn: Tim Miller Bíó: Smárabíó, Laugarásbíó, Sambíóin Egilshöll og Kringlunni og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 1. nóvember Natalia Reyes, Mackenzie Davis og Linda Hamilton leika þær Dani Ramos, Grace og Söruh Connor sem snúa bökum saman í baráttunni. Punktar .................................................... 35 ár eru liðin frá því fyrsta myndin um tortímandann var frum- sýnd (1984) en í mynd tvö, Judgement Day, sem var frumsýnd 1991 en gerðist 1995, var gefið upp að sá sem Arnold Schwarzenegger lék þar, vélmennið T-800, kæmi frá árinu 2029. Þar sem þessi mynd gerist 27 árum eftir atburðina í Judgement Day, eða árið 2022, eru sem sagt enn sjö ár í að John Connor sendir Arnold/T-800 til ársins 1995 til að vernda sig og móður sína fyrir hinu uppfærða T-1000- vélmenni sem Robert Patrick lék svo eftirminnilega í þeirri mynd. l Eins og komið hefur fram snýr Edward Furlong til baka í Terminator: Dark Fate sem John Connor en leynd hvíldi lengi vel yfir þátttöku hans í myndinni og hann birtist hvergi í þeim þremur stiklum sem hafa verið gerðar úr myndinni. Það bíða því margir spenntir eftir að sjá í hvaða stöðu hann er í þessari mynd en eins og fram kemur hér að ofan vitum við að hann er orðinn leiðtogi andspyrnuhreyfingar- innar sjö árum síðar, eða árið 2029. En hvað er hann að gera nú? l Veistu svarið? The Terminator: Judgement Day varð vinsælasta mynd ársins 1991 og gerði að verkum að kvikmynda- áhugafólk um allan heim gat vart beðið eftir að fá að sjá næstu mynd James Cameron ... sem var svo frumsýnd um mitt sumar 1994. Hvað heitir hún? Terminator: Dark Fate er önnur mynd leikstjórans Tims Miller í fullri lengd en sú fyrri var Deadpool sem var frumsýnd 2016. l True Lies. 14 Myndir mánaðarins