Myndir mánaðarins MM Maí 2019 DVD BR VOD Tleikir | Page 6
Stjörnuspá mánaðarins
Stjörnuspá
mánaðarins
Vatnsberinn 20. jan. - 18. feb.
Framtíðarhorfurnar þínar hafa sjaldan
eða aldrei verið jafn bjartar og þær eru
einmitt núna og það eina neikvæða
sem lesa má úr kortunum er að þú
færð stein í skóinn. Hristu hann bara úr. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní
Þú dregur auga í pung sem er auðvitað
ekki fallega gert en sleppur með það
af því að enginn var að horfa. Reyndu
að sjá lausnir í vandamálunum frekar
en vandamál í lausnunum og þá fer allt vel. Vogin 23. sept. - 23. okt.
Þú ofþornar þann sextánda maí en
þarft ekki að hafa áhyggjur af því fyrr
en þann fimmtánda. Þangað til skaltu
halda áfram að elta drauma þína þótt
þeir séu alveg fáránlega heimskulegir.
Fiskarnir 19. feb. - 20. mars
Þér verður boðið að ganga í nokkur
félög á næstu dögum sem hafa það á
stefnuskránni að plokka af þér pen-
inga. Segðu nei, takk og hlauptu hratt
í burtu, helst upp á Holtavörðuheiði. Krabbinn 22. júní - 22. júlí
Þér líður enn dálítið eins og þú sért
lítill, ódýr og einnota kveikjari sem er
alveg að verða búinn með gasið.
Reyndu að hressa þig við með því að
skella þér suður á Flatir að fleyta bárum. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv.
Þú færð gífurlegan áhuga á geimvís-
indaprógrömmum upp úr tólfta en
hann endist ekki lengi frekar en annað.
Láttu engan segja þér fyrir verkum og
láttu alla vita hver ræður með því að slá
Hrúturinn 21. mars - 19. apríl
Stjörnukortið þitt fyrir maímánuð er
mjög óvenjulegt í þetta sinn því það er
allt út í einhverjum svörtum blettum.
Þú þarft að athuga það og um leið hvað
það kostar að stofna vistvænt geitabú. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst
Það steðja að þér gríðarlega erfið mál
á næstu vikum sem krefjast skjótra og
úthugsaðra úrlausna. Sópaðu þeim
undir teppið og íhugaðu frekar hvern-
ig þú kemst ódýrt til útlanda í sumar. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des.
Það birtir verulega til hjá þér í maí eins
og reyndar hjá öllum sem búa á norð-
urhveli Jarðar. Hugsaðu þig um áður
en þú tekur áhættu því það situr ein-
hver á svikaráðum, sennilega Þráinn.
Nautið 20. apríl - 20. maí
Ekki láta neikvæðar raddir hafa áhrif á
þig nema ef það er löggan að biðja þig
um að vera ekki með stæla. Þú tekur af-
stöðu í máli sem snertir yfirbrunna
brauðrist og liggur ekki á þinni skoðun. Meyjan 23. ágúst - 22. sept.
Það óvenjulega gerist hjá þér í maí að
það vex á þig nýr handleggur með
innbyggðum síma. Vondu fréttirnar
eru að hann virkar ekki. Kærðu þig koll-
ótta(nn) og skráðu þig í Tækniskólann. Steingeitin 22. des. - 19. jan.
Sumarið er uppáhaldstími allra sem
fæddir eru í steingeitarmerkinu enda
gefst þeim þá góður tími til að taka til í
geymslunni, klára það sem hefur setið
á hakanum og bregða sér til Blönduóss.
framhald í næstu stjörnuspá
Hitt og þetta ...
Hvað eiga þau Jamie Dornan,
Wes Anderson, Dwayne Johnson,
Henry Cavill, George Clooney,
Rosario Dawson, Emilio Estevez,
Domhnall Gleeson, Ving Rhames,
Gabriel Byrne, Jason Biggs, Robert
Pattinson, Harvey Keitel, Sam-
antha Morton, Cate Blanchett,
George Lucas, Robert Zemeckis,
Tim Roth, Sofia Coppola, Megan
Fox, Danny Trejo, Pierce Brosnan,
Debra Winger, Tina Fey, Rebecca
Hall, Judge Reinhold, John C.
Reilly, Alfred Molina, Kristin
Scott Thomas, Jim Broadbent,
Priscilla Presley, Ian McKellen,
Cillian Murphy, Anne Hecke, Mike
Myers, Octavia Spencer, Jackie
Weaver, Helena Bonham Carter,
Pam Grier, Tarsem Singh, Joseph
Fiennes, Paul Bettany, Joseph
Gordon-Levitt, Carey Mulligan,
Annette Bening, Rupert Everett,
Clint Eastwood, Colin Farrell,
Tom Berenger, Chris Elliott, Lea
Thompson, Chow-Yun Fat og
Brooke Shields sameiginlegt?
Jú, þau eiga öll afmæli í maí,
alveg eins og Danny Elfman,
Kylie Minogue, Lenny Kravitz,
Matt Stone, Stevie Nicks, Jamie
Kennedy, Tommy Chong, Bob
Dylan, Drew Carey, David Beck-
ham, Lance Bass, Randy Travis,
Adele, Enrique Iglesias, Billy Joel,
Bono, Linda Evangelista, Stevie
Wonder, Stephen Colbert, Janet
Jackson, Craig Ferguson, Bob
Saget, Pete Townshend, Cher og
áreiðanlega margir fleiri.
6
Myndir mánaðarins
Sá sem leikur hinn eldhressa
Jack í Mary Poppins Returns, Lin-
Manuel Miranda, hefur ekki leikið
í mörgum bíómyndum og í raun
má segja að Mary Poppins Returns
sé fyrsta stóra myndin sem hann
leikur í. Í Bandaríkjunum hefur
hann hins vegar fyrir löngu
skapað sér nafn sem sviðsleikari,
handrita-, söngleikja- og lagahöf-
undur, enda hefur hann hlotið
tvenn Tony-verðlaun, Grammy-
verðlaun og Emmy-verðlaun.
Hann var einnig tilnefndur til
Óskarsverðlauna fyrir lagið How
Far I’ll Go úr teiknimyndinni
Moana (Vaiana) og ef hann hefði
hlotið þau hefði hann orðið
sextánda manneskjan í sögu
bandaríska
skemmtiiðnaðarins
til að hampa svokallaðri EGOT-
alslemmu en svo kallast það þegar
ein og sama persónan hefur hlotið
Emmy-, Grammy-, Óskars- og
Tony-verðlaun. Næli hann sér í
Óskar, sem margir spá að hann
muni gera, verður hann jafnframt
þriðji Pulitzer-verðlaunahafinn í
sögunni til að ná þeim árangri.
Í maí verða liðin 20 ár síðan myndin
Notting Hill var frumsýnd en hún
er áreiðanlega á topp 10-lista
margra yfir bestu rómantísku
kómedíur sem þeir hafa séð.
Um leið verða liðin 40 ár síðan
tvær af frægustu myndum allra
tíma voru frumsýndar, þ.e. Apo-
calypse Now og Alien, en þær voru
báðar frumsýndar í maí 1979 og
erum við þá að tala um fyrstu
frumsýningar erlendis því á þeim
tíma leið alltaf dálítill tími, jafnvel
ár, þar til nýjustu myndirnar komu
loksins í bíó á Íslandi.
Fimmtugsafmæli
fagnar svo myndin
Midnight Cowboy
sem var frumsýnd
25. maí 1969 í New
York og átti eftir að
fá Óskarinn sem
besta mynd ársins.
Clint Eastwood er eitt af afmælis-
börnum maímánaðar en hann
verður 89 ára 31. maí. Um leið eru
liðin 64 ár síðan hann steig sín
fyrstu leiklistarspor árið 1955, 25
ára að aldri, og segir sagan að hann
hafi í fyrstu fengið hlutverk út á
útlitið frekar en leikhæfileikana.
Samt sem áður einkenndust
fyrstu árin hans í leiklistinni af
talsverðu ströggli, en úr því tók
að rætast árið 1959 þegar hann
fékk hlutverk í sjónvarpsþáttunum
Rawhide sem náðu talsverðum
vinsældum. Það var svo árið
1964 þegar ítalski leikstjórinn
Sergio Leone fékk Clint í hlutverk
nafnlausa byssumannsins í spag-
hettívestranum A Fistful of Dollars
og síðan framhaldsmyndunum For
a Few Dollars More og The Good,
the Bad and the Ugly að stjarna
hans reis upp í hæstu hæðir þar
sem hún hefur ávallt haldið sig
síðan. Við hvetjum alla til að heiðra
kappann með því að sjá nýjustu
mynd hans, The Mule, sem lesa má
um á bls. 20 hér aftar í blaðinu.