Myndir mánaðarins MM Maí 2019 Bíóhluti | Page 6

Bíófréttir – Væntanlegt Avengers: Endgame slær í gegn Þegar þetta blað fór í prentun 26. apríl var nýbúið að frumsýna Avengers: Endgame um allan heim og er óhætt að segja að fyrstu viðbrögð þeirra sem sáu hana á almennum sýningum hafi verið góð, og eiginlega rúmlega það því heitustu aðdáendurnir, sem eru margir, lýsa henni sem hreinræktuðu snilldarverki. Nokkuð öruggt má telja að myndin slái aðsóknarmet á sinni fyrstu sýningarhelgi (sem verður liðin þegar þú lest þetta) og um leið má telja öruggt að hún eigi eftir að slá Avengers: Infinity War út í heildaraðsókn og tekjum þegar upp verður staðið, en sú mynd er í dag fjórða tekjuhæsta mynd allra tíma, rétt á eftir Star Wars: The Force Awakens sem situr í þriðja sætinu. Spurningin er eiginlega frekar sú hvort Endgame slái ekki líka út Titanic sem situr í öðru sæti listans ... og geri jafnvel atlögu að Avatar sem trónað hefur á toppnum undanfarin níu ár sem langvinsælasta mynd allra tíma. Þetta kemur í ljós á næstu vikum, en við viljum ítreka þá beiðni aðstandenda myndarinnar að þeir sem sjá hana með fyrra fallinu spilli henni ekki fyrir þeim sem eiga það eftir með því að segja frá því sem gerist í henni, og síst af öllu hvernig hún endar. Vonandi virða allir þá sjálfsögðu beiðni. Myndin hér að ofan var tekin á fyrstu sýningu myndarinnar í Los Angeles 22. apríl þar sem allir helstu leikarar og aðstandendur myndarinnar voru viðstaddir. Hinir dauðu deyja ekki Fyrsta stiklan úr grínhrollinum The Dead Don’t Die eftir Jim Jarmusch hefur vakið verðskuld- aða athygli en hann er með þeim Bill Murray, Chloë Sevigny og Adam Driver í aðalhlutverkum og Steve Buscemi, Danny Glover, Rosie Perez, Tildu Swinton, Tom Waits, Selenu Gomez, Carol Kane, Caleb Landry Jones, RZA, Iggy Pop og fleiri þekktum nöfnum í helstu aukahlutverkum. Myndin gerist í hinum friðsæla smábæ Centerville þar sem líf íbúanna fer úr skorðum þegar lík ættingja þeirra taka upp á því að grafa sig upp úr gröfum sínum og herja á þá með tilheyrandi ringulreið og varnarviðbrögðum. Kíkið endilega á þessa bráðskemmtilegu og sérstöku stiklu ef þið hafið ekki gert það nú þegar. 6 Myndir mánaðarins Barist við sjálfan sig Á myndinni hér fyrir ofan sjáum við þá Ang Lee og Will Smith við tökur á nýjustu mynd Angs, vísindaskáldsögunni Gemini Man sem kemur í bíó í nóvember, en fyrsta stiklan úr henni var frumsýnd í apríl og er óhætt að segja að hún lofi góðu, a.m.k. þeim sem kunna að meta vísindaskáldskap og hasar. Myndin, sem er framleidd af stórmyndakónginum Jerry Bruck- heimer, segir frá gríðarlega öflugum og færum leigumorðingja í framtíðinni sem lendir þó í miklum vandræðum með að taka eitt „verkefna“ sinna af lífi. Það á hann í fyrstu erfitt með að skilja eða allt þar til hann kemst að því að sá sem honum er ætlað að senda til forfeðranna er í raun hann sjálfur, bara eldri útgáfa sem gjörþekkir hugsanir hans og allar áætlanir fyrirfram. Þeim sem kveikja ekki alveg á hvernig þetta má vera er bent á að skoða stikluna þar sem sagan er útskýrð nánar en í myndinni leikur Will Smith báðar útgáfurnar af sjálfum sér, þá eldri og þá yngri, og er í síðarnefnda tilfellinu yngdur upp með sömu tækni og notuð var til að yngja Samuel L. Jackson upp í Captain Marvel. Eins og áður sagði verður Gemini Man frumsýnd í nóvember og ættu gæði hennar að vera tryggð með hinn tvöfalda Óskarsverðlaunahafa Ang Lee við stjórn- völinn. Við skulum a.m.k. leyfa okkur að vona það. Stórleikur ársins? Eins og lesendur hafa orðið varir við fylgjumst við á Myndum mánaðarins með bandarískri umræðu um væntanlegar verðlauna- myndir ársins þegar að því kemur að gera það upp. Í apríl bættist myndin The Professor and the Madman við í þá umræðu og er hún háværust í kringum leikarana í aðalhlutverkunum, Mel Gibson og Sean Penn, sem margir hafa þegar slegið föstu að verðlauna- nefndirnar muni ekki geta gengið fram hjá þegar tilnefningarnar verða ákveðnar. Við förum ekki út í söguþráðinn hér og bendum áhugasömum á að kynna sér bæði hann og stikluna á netinu, en viljum geta þess að fyrir utan þá Mel og Sean er handritið einnig sagt mjög líklegt til verðlauna svo og leikstjórn Farhads Safinia.