UglyDolls: Bíómyndin
Engin er fullkomin
Fyrsta bíómyndin um Ljótubrúðurnar, UglyDolls, verður frum-
sýnd 10. maí en hér er um fjörugt og fyndið ævintýri að ræða
með kostulegum uppákomum og stórskemmtilegri tónlist.
Ljótubrúðurnar búa í Ljótabæ þar sem þær una ágætlega við sitt.
Það á eftir að breytast dálítið þegar nokkrar þeirra leggja land undir
fót og uppgötva að hinum megin við stóra fjallið þeirra er annar bær,
Fullkomnibær, þar sem allar brúðurnar eru fullkomnar en ekki ljótar
eins og þær sjálfar. En eins og oft hefur verið sagt þá felst fegurðin
ekki í útlitinu heldur því sem innra með brúðunum býr ...
Punktar ....................................................
Myndin verður sýnd bæði með íslenskri talsetningu og enskri en í
henni eru það m.a. þau Kelly Clarkson, Nick Jonas, Janelle Monáe,
Blake Shelton, Pitbull, Wanda Sykes, Emma Roberts, Gabriel Iglesias,
Wang Leehom og Lizzo sem tala og syngja fyrir helstu persónurnar.
l
UglyDolls: Bíómyndin
Teiknimynd
87
mín
Íslensk talsetning: Elísabet Ormslev, Íris Hólm Jónsdóttir, Sigurður
Þór Óskarsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jón Ragnar Jónsson, Katrín
Halldóra Sigurðardóttir, Oddur Júlíusson, Þórey Birgisdóttir, Snæfríður
Ingvarsdóttir, Stefanía Svavarsdóttir, Ævar Þór Benediktsson og fleiri
Kórstjórn: Björn Thorarensen Leikstjórn: Selma Lóa Björnsdóttir
Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri
Frumsýnd 10. maí
20
Myndir mánaðarins