Bíófréttir – Væntanlegt
Hvers óska leikföng sér?
Fjórða Toy Story-myndin verður ein af mynd-
um júnímánaðar í kvikmyndahúsunum en
níu ár eru nú liðin síðan þriðja myndin var
frumsýnd og 24 ár síðan fyrsta myndin, sem
var einnig fyrsta 100% tölvuteiknaða mynd
sögunnar, reyndist upphafið að þeirri sigur-
göngu Pixar-fyrirtækisins sem enn stendur
yfir og getið hefur af sér 21 af vinsælustu
teiknimyndum síðastliðins aldarfjórðungs.
Í Toy Story 4 mæta að sjálfsögðu öll gömlu og
góðu leikföngin til leiks á ný með Vidda og
Bósa ljósár í fararbroddi. Auk þess hafa nokkur ný leikföng bæst í
hópinn, þar á meðal plastskeið (eða gaffall – sjá myndina hér fyrir
ofan), sem eigandi leikfanganna, Bonnie, bjó sjálf til og á eftir að
verða örlagavaldurinn í sögunni. Um það fjöllum við nánar í næsta
blaði og hvetjum að sjálfsögðu alla til að skoða stiklurnar.
Hin dökka hlið Jane Grey
Aðdáendur Marvel-myndanna um X-fólkið, X-Men, fá góða ástæðu
til að reima á sig skóna í byrjun júní þegar Dark Phoenix verður
frumsýnd en hún er óbeint framhald X-Men: Apocalypse og gerist
nokkrum árum eftir atburðina í þeirri mynd, nánar tiltekið árið 1992.
Eftir það sem gerðist í Apocalypse hefur X-fólkið áunnið sér aukið
traust í samfélaginu og sinnir ýmsum útköllum sem mennskir ættu
erfitt með að taka að sér. Í einu slíku útkalli, þar sem bjarga þarf
nokkrum geimförum úr háska, verður slys sem leiðir til þess að hið
innra og illa eðli Jane Grey brýst í gegn og yfirtekur líkama hennar.
Þetta illa sjálf Jane Grey nefnist Dark Phoenix og býr að meiri
kröftum en allt X-fólkið ræður yfir samanlagt. Í gang fer hrikaleg
barátta sem X-fólkið og mannkynið mun tapa finnist ekki einhver
ráð. Við fjöllum auðvitað betur um þessa hörkumynd í næsta blaði
en hvetjum aðdáendur til að skoða nýjustu stikluna sem er frábær.
Það er Sophie Turner sem leikur Jane Grey/Dark Phoenix.
10
Myndir mánaðarins
Hið geggjaða í tilverunni
Önnur tölvuteiknuð mynd sem á örugglega
eftir að gera það gott í kvikmyndahúsunum
í júní er framhaldið af myndinni Leynilíf
gæludýra, eða The Secret Life of Pets 2, sem
gerð er af teiknimyndafyrirtækinu Illumi-
nation, en það gerði m.a. myndirnar um Gru
glæpon og litlu gulu skósveinana, Minions.
Í myndinni, sem frumsýna á í byrjun júní,
skreppum við aftur í heimsókn til voffans
Max og allra hinna gæludýranna sem hann
þekkir og við kynntumst í fyrstu myndinni
og skyggnumst nú enn dýpra inn í líf þeirra þegar eigendurnir
eru ekki nærri. Í þetta sinn eru það tilfinningar þeirra sem verða í
brennidepli og þá ekki síður geðheilsan sem eins og allir vita sem
átt hafa gæludýr getur verið misjöfn hjá þeim eins og mannfólkinu.