Myndir mánaðarins MM Mars 2019 DVD BR VOD og tölvuleikir | Seite 6
Stjörnuspá mánaðarins
Vatnsberinn 20. jan. - 18. feb.
Það verður frekar lítið um að vera hjá
þér næstu vikurnar fyrir utan að ein-
hver býður þér út að borða. Það er að
öllum líkindum gildra. Lestu þér til um
aðstæður í uppsveitum Austurríkis. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní
Vitneskja þín um veröldina eykst til
muna þegar einhver upplýsir þig um
að til að geta framleitt eitt kíló af harð-
fiski þarf tólf kíló af ferskum fiski og að
þess vegna sé harðfiskur svona dýr. Vogin 23. sept. - 23. okt.
Ef þér finnst lífið hvorki sanngjarnt né
réttlátt er gott að hafa í huga að ef þú
skerð endana af langlokubrauði getur
þú borðað það endalaust. Dugar ekki á
pulsur en getur prófað þetta á lakkrís.
Fiskarnir 19. feb. - 20. mars
Það verður mjög mikið um að vera hjá
þér á næstu vikum, svo mikið reyndar
að það kemst ekki allt fyrir hér þannig
að við settum spána þína upp á netinu.
Lestu hana á bit.ly/stjörnuspa. Krabbinn 22. júní - 22. júlí
Ástæðan fyrir því að þú ert alltaf að
glíma við sömu vandamálin er að þú
leysir þau aldrei í eitt skipti fyrir öll.
Samkvæmt stjörnunum eru góðar lík-
ur á því að þú skreppir í silung í sumar. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv.
Þér berast nokkur Nígeríubréf.
Hrúturinn 21. mars - 19. apríl
Það verður meðalmikið um að vera hjá
þér á næstunni eða meðallítið, allt eftir
því hvernig þú horfir á hlutina. Það væri
gaman og gott fyrir alla ef þú reyndir á
næstunni að komast til Hong Kong. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst
Þú átt það til að detta í sjálfsvorkunn
og volæði og þarft að læra að rétta
ráðið við því er að vera ekki með nefið
ofan í annarra manna koppum. Kauptu
þér eitthvað hressandi, t.d. lambalæri. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des.
Það verður uppi fótur og fit þegar þú
skreppur að gefa öndunum á sunnu-
daginn, sennilega í hádeginu. Taktu
allt í gegn heima hjá þér og mundu
eftir að hreinsa úr eyrunum í leiðinni.
Nautið 20. apríl - 20. maí
Það er bæði hollt og heilsusamlegt að
drekka vatn og hjóla þannig að þú
ættir að gera mikið af því á næstunni.
Einhver býður þér í fermingarveislu en
maturinn verður bara svona la la. Meyjan 23. ágúst - 22. sept.
Fólk sem er fætt í meyjarmerkinu er
sennilega vanmetnasta fólk í heimi og
um leið það misskildasta. Þessu gætir
þú snúið við með því að tala hreint út
um löngun þína til að læra netagerð. Steingeitin 22. des. - 19. jan.
Forðastu allt gjálífi á næstunni svo þú
lendir ekki í því sama og Halli lenti í um árið þegar
hann missti kúlið. Þú spáir í hvers vegna letrið hefur
minnkað skyndilega og uppgötvar að það er vegna
þess að annars kæmist allur þessi texti ekki fyrir.
Minningar mánaðarins
Jamie og Christopher árið 1984. Þessi mynd var svo tekin í fyrra.
Hjónin Jamie Lee Curtis og
Christopher Guest fagna 35 ára
brúðkaupsafmæli sínu á þessu
ári en þau gengu í það heilaga í
desember 1984. Sex mánuðum
áður hafði Jamie verið að fletta
tímaritinu Rolling Stone þegar
hún sá ljósmynd af Christopher
í tengslum við grein um glænýja
mynd Robs Reiner, This is Spinal
Tap, sem frumsýnd var í maí sama
ár. Jamie sagði strax við vinkonu
sína, framleiðandann Debru Hill:
„Þessi maður, Christopher Guest,
ég mun giftast honum“. Daginn eftir hafði Jamie uppi á
umboðsmanni Christophers og
gaf honum upp símanúmerið sitt
með beiðni um að Christopher
hringdi í sig. Hann hringdi ekki.
Greinin og myndin í Rolling Stone.
6
Myndir mánaðarins
Tveir mánuðir liðu og Jamie var
stödd ásamt Debru á veitingastað
í Hollywood þegar Christopher
gekk inn ásamt kunningja sínum
og settist við þriðja borð frá þeim
Debru. Augu þeirra mættust og
Christopher veifaði. Jamie vissi
þá fyrir víst að hann hafði fengið
skilaboðin þótt hann hefði svo
ekki hringt ... og veifaði til baka.
Jamie og Christopher töluðu ekki
saman á veitingastaðnum en
daginn eftir hringdi hann í hana og
daginn eftir það fóru þau saman
út að borða í fyrsta sinn. Tveimur
mánuðum síðar bað Christopher
hennar og tveimur mánuðum
eftir það gengu þau í hjónaband.
Jamie vissi því heldur betur hvað
hún var að segja þegar hún sá
fyrst myndina af Christopher með
greininni í Rolling Stone. Þess
má geta að þau hjón eiga tvö
börn, Annie og Thomas, sem þau
ættleiddu árin 1986 og 1996.
Toni Collette.
Fyrir 25 árum höfðu fáir utan
Ástralíu heyrt leikkonunnar Toni
Collette getið enda hafði hún þá
bara leikið lítið aukahlutverk í einni
ástralskri mynd (Spotswood) og
enn smærra hlutverk í einum þætti
ástralskrar sápuóperu sem hét A
Country Practice. Þetta átti eftir að
breytast snarlega seinna á árinu
1994 þegar gamandramað Muriel’s
Wedding eftir P.J. Hogan var frum-
sýnt og sló hressilega í gegn
beggja vegna Atlantshafsins, þ. á
m. hér á Íslandi þar sem myndin
fékk metaðsókn og er enn í miklu
uppáhaldi hjá þeim sem sáu
hana þá í bíó. Síðan þá hefur Toni
leikið í mörgum góðum myndum
eins og allir vita og verið hlaðin
verðlaunum enda ein af þessum
leikkonum sem klikka aldrei, sama
í hvaða hlutverki hún er.
Í Muriel’s Wedding árið 1994.
Rami og Sami Malek.
Rami Malek, sem nú er orðinn
stórstjarna eftir frammistöðu
sína sem Freddie Mercury í
Bohemian Rhapsody, er fæddur í
Bandaríkjunum en foreldrar hans
voru innflytjendur frá Egyptalandi.
Rami er eineggja tvíburi en bróðir
hans, sem heitir Sami Malek,
fæddist fjórum mínútum á eftir
honum og því telst Rami „stóri
bróðirinn“ í fjölskyldunni.
Núna í mars verða liðin 20 ár síðan
meistaraverkið The Matrix eftir
Wachowski-bræður (sem nú eru
orðnar systur) var frumsýnt, en The
Matrix er að margra mati ein besta
bíómynd allra tíma og sópaði hún
m.a. til sín nánast öllum tækni- og
hljóðbrelluverðlaunum sem hægt
var að fá á þeim tíma.