Myndir mánaðarins MM Mars 2019 DVD BR VOD og tölvuleikir | Page 10

Halloween Fjörutíu árum síðar ... Fjörutíu árum eftir að Michael Myers myrti þrjá á hrekkjavök- unni snýr hann aftur til að ljúka verkinu. En í þetta sinn er Laurie Stroder, sem slapp naumlega undan honum árið 1978, tilbúin. Myndin Halloween sem John Carpenter sendi frá sér árið 1978 er af mörgum talin einn besti tryllir allra tíma. Í þessari nýju mynd eftir David Gordon Green sem kemur út á DVD 1. mars er gert ráð fyrir að engar framhaldsmyndir hafi verið gerðar og er sagan hér því beint framhald af fyrstu myndinni ... fyrir utan að fjörutíu ár hafa liðið frá atburðunum í henni. En Michael Myers hefur engu gleymt heldur ... Jamie Lee Curtis leikur á ný Laurie Stroder sem er við öllu búin en vonar að þetta verði í síðasta sinn sem hún þarf að takast á við Michael Myers. Punktar .................................................... Halloween Tryllir DVD 109 mín Aðalhlutverk: Jamie Lee Curtis, Nick Castle, Judy Greer, Will Patton, Andi Matichak, Rhian Rees, Toby Huss, James Jude Courtney og Jefferson Hall Leikstjórn: David Gordon Green Útgefandi: Myndform 1. mars HHHH 1/2 - Playlist HHHH 1/2 - IGN HHHH - Globe & Mail HHHH - The Film Stage HHHH - Entertainment Weekly HHHH - Seattle Times HHHH - The Hollywood Reporter HHHH - L.A. Times HHHH - R. Stone HHHH - Time Out Halloween er æsispennandi mynd frá upphafi til enda og hefur hlotið afar góða dóma flestra áhorfenda og gagnrýnenda, ekki síst þeirra sem fylgst hafa með Halloween-myndunum frá upphafi. l Michael Myers er í þetta sinn leikinn af tveimur mönnum, annars vegar af James Jude Courtney og hins vegar af Nick Castle sem lék hann í upphaflegu myndinni 1978. Áhorfendur munu átta sig á hvers vegna þessi háttur var hafður á þegar þeir sjá myndina. l John Carpenter, skapari Michaels Myers og Halloween-myndanna, er einn af framleiðendum þessarar myndar auk þess sem hann samdi tónlistina ásamt syni sínum Cody og Daniel A. Davies. l Rhian Rees leikur Dönu sem gæti endað í klóm Michaels Myers. Veistu svarið? Fyrsta Halloween-myndin 1978 vakti mikla athygli á sínum tíma, en hún var þriðja mynd leikstjórans Johns Carpenter sem hafði þá sent frá sér myndina Dark Star og svo mynd árið 1976 sem mörgum þótti ein magnaðasta mynd þess árs. Hvaða mynd? Hinn morðóði Michael Myers er staðráðinn í að ganga frá Laurie dauðri. Assault on Precinct 13. 10 Myndir mánaðarins