Myndir mánaðarins MM Mars 2019 Bíóhluti | Page 4

Myndir mánaðarins Óskarinn að baki Óskarsverðlaunin voru afhent sunnudaginn 24. mars og viljum við benda áhugasömum á að margar þeirra mynda sem hlutu Óskara að þessu sinni eru enn í bíó, t.d. Green Book sem fékk þrenn verðlaun, þ. á m. sem besta mynd ársins, Bohemian Rhapsody sem fékk fern verðlaun, þ. á m. Rami Malek fyrir leik sinn sem Freddie Mercury, The Favourite þar sem Olivia Coleman hlaut verðlaunin fyrir besta leik ársins í aðalhlutverki kvenna, Vice, Roma, A Star is Born og ekki síst teiknaða snilldin Spider-Man: Into the Spider-Verse sem hlaut Óskarsverðlaunin sem besta teiknimynd ársins. Marsdagskrá bíóhúsanna: 1. mars 8. mars 15. mars 15. mars 15. mars 22. mars 22. mars 29. mars 29. mars Að temja drekann sinn 3 Captain Marvel Britt-Marie var hér Jón hnappur og Lúkas eimreiðarstjóri Captive State Us Ástríkur og leyndardómur töfradrykkjarins Dúmbó Dragged Across Concrete Bls. 14 Bls. 15 Bls. 16 Bls. 18 Bls. 19 Bls. 20 Bls. 22 Bls. 22 Bls. 23 Kíkið svo einnig á DVD- BluRay- og VOD-útgáfuna hinum megin í blaðinu, en þar má finna margar áhugaverðar gæðamyndir auk þess sem við kynnum tvo nýja og spennandi tölvuleiki. Viltu vinna bíómiða fyrir tvo í eitthvert kvikmyndahúsanna? Finndu þá sólina og taktu þátt í leiknum! Leikurinn er ekki flókinn. Þú þarft að finna litla sól sem reynir að skína skært á einni síðunni hér bíómegin í blaðinu og lítur út eins og þessi: Ef þú finnur sólina og vilt taka þátt í leiknum skaltu fara inn á facebook.com/myndirmanadarins og senda okkur rétta svarið með skilaboðum, þ.e. númerið á blaðsíðunni þar sem sólin er. Ekki gleyma að hafa fullt heimilisfang og póstnúmer með svarinu. Frestur til þátttöku er til og með 21. mars. Valið verður af handahófi úr réttum lausnum fljótlega eftir það og verða nöfn vinningshafa síðan birt í næsta tölublaði sem kemur út í lok mars. Vinningshafar í síðasta leik, finndu blöðruna: Emma Dórótheudóttir, Ránargötu 15, 101 Reykjavík Birna Hilmarsdóttir, Efstaleiti 65, 230 Keflavík Karen Welker Pétursdóttir, Helluvaði 1, 110 Reykjavík Guðjón E. Ingimarsson, Norðurbyggð 20A, 815 Þorlákshöfn Lára Bjarnadóttir, Vatnsholti 5a, 230 Reykjanesbæ Takk fyrir þátttökuna! MYNDIR MÁNAÐARINS 302. tbl. mars 2019 Útgefandi: Myndir mán. ehf., Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfirði, sími 534-0417 Heimasíða: www.myndirmanadarins.is Ábyrgðarmaður: Stefán Unnarsson / [email protected] Texti / Umbrot: Bergur Ísleifsson Próförk: Veturliði Óskarsson Prentun / Bókband: Ísafoldarprentsmiðja Upplag: 20.000 eintök 4 Myndir mánaðarins FRUMSÝND 22. MARS